laugardagur, maí 31, 2003

vá það er nokkuð langt síðan ég skrifaði hér síðast.... þarf að bæta úr því... :D en já hvar á ég að byrja... Síðasta laugardag var eurovision og ég verð nú að segja það að ég er ekki nógu sátt með fyrstu sætin... samt nokkuð sátt við ísland, var samt búin að spá því í sjöunda sætið :) þau stóðu sig mjög vel og hef ég ekkert útá það að setja :D allir biðu spenntir eftir tatu en þær voru ósköp stilltar eitthvað og hneyksluðu ekkert... Norski strákurinn hefði alveg átt skilið að vera í topp 3 efstu lögunum en svona er þetta bara.... Á sunnudeginum átti Dóra afmæli og við skelltum okkur aðeins í kringluna og fórum svo heim til hennar í kaffi :D á mánudeginum og miðvikudeginum fór ég austur og var ekkert smá dugleg að slá heilan helling :D á fimmtudaginn skelltum við okkur smá austur og þann dag var svo heiftarleg heit sólin að ég brann ekkert smá :S en ég ætla nú ekkert að vera að kvarta undan sólinni... hún má endilega vera her í allt sumar ;D hehe .... svo er pælingin bara að skella sér á þjóðhátið í Eyjum :D :D :D