Mikið er ljúft að vera búin í prófum!! bara æði út í eitt... samt skrýtið svona allt í einu að þurfa ekki að vera límdur við bækurnar lengur, núna er bara komið verðskuldað frí hjá manni :) samt, frí og ekki frí, það er nóg að gera hjá manni fyrir jólin, meina jólin eru á laugardaginn for crying out loud! alltof fljótt að líða en það er nú lítið hægt að gera við því ;P
Í dag er planið að vera dugleg að laga til og svo var ég víst búin að lofa múttu minni að baka eitthvað fyrir hana... bara það eitt að laga til gæti tekið allann daginn en ég ætla reyna að vera ofurdugleg og gera herbergið smá jólalegt.. :D ætla svo að reyna að komast aðeins frá og skella mér í WC og í ljós...
Á morgun er það svo snyrtistofudagur á þessum bæ :D er að fara í plokkun og litun og svo er ég víst líka bókuð í vax, aðeins að reyna að fiffa uppá sig fyrir jólin og náttla kanarí...
Talandi um kanarí... í gær var 24 stigi hiti og sól takk fyrir! það verða engin smá viðbrigði að fara úr frosti og lenda svo í 20 stiga hita og fínerí... mmmm get varla beðið sko! ég skal hugsa hlýlega ( í orðsins fyllstu merkingu :P) til ykkar elskurnar mínar og skal reyna að senda einhver póstkort ;)
Ætli maður reyni ekki að skrifa öll jólakortin líka á morgun og koma þeim í póst... hugsa að það væri alveg sniðugt...
Miðvikudagurinn... Við Ottó ætlum að reyna að koma okkur í þessa hettusóttarsprautu enda er hettusótt víst að ganga á fullu þessa dagana þannig að betra að drífa sig til að vera alveg safe :)
Svo er planið að fara að kaupa julegaver...
Kvöldið fer í the sálarball baby og verður maður bókað í sínum besta fíling!
22.des... dagurinn sem ég er búin að spennt eftir... vala kemur loksins heim frá svíaríki og villi bróðir kemur frá danmörku... margt að gerast þennan dag þannig að skemmtilegur dagur í vændum...
Þorláksmessa... síðasti dagur fyrir jólin þannig að hérna verður líklega farið og klárað að kaupa allar jólagjafirnar ef það eru einhverjar eftir, sem er nú alveg mjög líklegt... hugsa að jólatréið verði sett upp hérna heima og verð ég ábyggilega sett í það að skreyta það eins og svo oft áður, spurning um að halda sig bara að heiman þennan dag... heheh, reyndar samt ekki alveg það slæmt ;) allavega ætlum við ottó að reyna að kíkja í miðbæinn þarna um kvöldið eins og örugglega svo margir aðrir íslendingar...
Laugardagur/aðfangadagur... það verður ábyggilega allt á milljón þennan dag eins og undanfarin ár... þessi dagur er einhvern veginn alltaf svo ferlega fljótur að líða og maður alveg á síðustu stundu að keyra út pakka og klára allt stúss áður en klukkan slær sex...
Þetta var svo planið mitt í grófum dráttum næstu daga... :P veit ekki hvaða skiplagsárátta kom yfir mig allt í einu enda er það yfirleitt ekki alveg mín sterka hlið... hehehe :D en æj, nenni bara ekki að eiga hitt og þetta eftir og svo gleyma að gera eitthvað og þá er maður bara ruglinu þannig að þetta er allavega smá plan... ;) þó ég eigi eftir að gera miklu meira en þetta þá eru þetta allavega aðalatriðin :)