mánudagur, desember 26, 2005

Ætla að byrja á því að óska öllum gleðilegra jóla, þó það komi kannski aðeins í seinni kantinum ;P
En já síðasta vika er búin að fljúga alveg frá manni enda var hún með eindæmum skemmtileg... Aðfangadagur var mjög fljótur að líða eins og alltaf hjá okkur, ganga frá pökkum og keyra þá út fram eftir degi, góður matur um kvöldið og svo fékk ég alveg fáranlega margt í jólagjöf, leið eins og ég væri fimm ára aftur þegar við vorum að flokka pakkana :D hehehe en það er nú bara gaman að því, aldrei leiðinlegt að fá pakka ;) vil ég bara þakka aftur fyrir mig, þið eruð öll æði!

Á morgun er svo the big day... fljúgum rétt fyrir 16.00 og verðum við í loftinu hátt í 6 tíma takk fyrir... eins gott að hafa nóg að lesa með sér, eða jú reyndar þá hlýtur nú að vera sýnt eitthvað í sjónvarpinu... það bara hlýtur að vera!
Ég er samt alveg rosalega róleg yfir þessu öllu saman, ekki alveg búin að fatta það held ég bara, að við séum að fara út á morgun... Er að pakka núna, ætlaði að klára það í gær en byrjaði náttla ekki einu sinni á því þá... alger nölli ;) svo er ég komin með allt alltof mikið í töskuna, er að reyna að taka eitthvað uppúr en það gengur eitthvað brösulega hjá mér, finnst ég alltaf þurfa að taka hitt og þetta með mér, dót sem ég enda svo pottþétt ekki með að nota... hehe, en svona er þetta nú...
Ég fer með myndavélina með mér þannig að þið megið búast við myndaflæði þegar við komum heim ef ekkert klikkar... :)

Jæja, ætla að halda áfram að setja í töskur... hafið þið það bara ofsalega gott hérna á klakanum elskurnar mínar, meðan við spókum okkur í sólinni :P heheh!
ciao...
Auður :*