fimmtudagur, september 15, 2005

Á nokkrum dögum er ég búin að fara tvisvar í bíó takk fyrir... og það er alveg frekar mikið þar sem ég fer nú ekki það oft í bíó! allavega á sunnudaginn fórum við að sjá strákana okkar sem var nú alveg þokkaleg bara, mörg atriði sem hægt var að hlæja yfir og svo önnur atriði sem voru ekki alveg að gera eins góða hluti.... þeir sem hafa séð myndina vita hvað ég er að tala um :D heheh
Já og svo í gær vann vinur Ottó nokkra miða á the 40 year old virgin, einhver sérstök FM sýning, og vá erum við að tala um fyndna mynd eða hvað?!?! :D það liggur við að maður sé með harðsperrur í maganum því maður hló svo mikið, mæli pottþétt með henni enda frábær gamanmynd þar á ferð!

Svo er saumaklúbbur í kvöld og í þetta skiptið verður hann í boði Ásrúnar og verður það væntanlega rosalega gaman, á nú ekki von á öðru, vona bara að flestar sjái sér fært um að koma :)

Ég er að búa til nýja myndasíðu með nýju/nýlegum myndum þannig að bíðið spennt ;) ég er samt búin að vera ritskoða myndirnar mínar sem ég ætla að setja inn á, enda ekki annað hægt í sumum tilfellum! :D heheh... en ég er enn að vinna í þessu, er mikið að velta fyrir mér hverjar ég á nú að setja inná... en það kemur nú í ljós innan tíðar :)

Jæja heimadæmin kalla.... see ya :*

mánudagur, september 12, 2005

Ég er að skrifa úr nýju sætu tölvunni minni! jei ;) ég er semsagt búin að kaupa mér eitt stykki laptop... HP varð fyrir valinu, fékk tösku og eitthvað voðalegt forrit frítt með :D Dró Ottó greyið með mér í þynnkunni á laugardaginn að versla og endaði með að kaupa tölvu... og líst mér svona líka alveg ljómandi vel á hana. Er svo búin að vera að dunda mér við að flytja allt dótið mitt úr hinni tölvunni, búin að flytja myndirnar og alla tónlistina yfir í þessa nýju, samt er alveg nóg eftir. En ég klára það bara í rólegheitunum :)

Skólinn er náttúrlega búinn að vera alveg á fullu hjá manni síðan hann byrjaði og er alveg nóg að gera þar skal ég segja ykkur. Svo var ég voða dugleg og fór að vinna þrisvar í síðustu viku en aftur á móti sé ég ekki fram á að komast í vinnuna í þessari viku þannig að ég er fegin að ég komst allavega þrjú kvöld í síðustu viku.

Helgin hjá mér var rosalega fín. Ottó beibí átti afmæli á föstudaginn og var boðið í mat þar um kvöldið og það var rosalega huggulegt. Svo fór Ottó að hitta strákana og ég fór og hitti Anniku á Pravda þar sem nýnemadjamm sálfræðinema var og við skutlurnar ákváðu að skella þessu öllu uppí kæruleysi og hrynja bara allhressilega í það :D við tókum semsagt VEL á því þarna um kvöldið og skemmtum okkur alveg konunglega og enduðum of course á Hressó, hvar annars?! Ætlaði að hitta Völu þarna um kvöldið en skvísan sú slasaði sig á Glaumbar rétt áður en hún ætlaði að koma yfir á Hressó, þannig að ég hitti hana ekki heldur þetta kvöld :( en við förum að bæta úr því :)
Laugardagskvöldið var svo bara tekið í leti enda fólk enn að jafna sig á kvöldinu áður! :D hehehe
Geitunga kvikindi tók upp á því að stinga mig allsvakalega í gær og held ég að ég hafi aldrei upplifað annan eins sársauka! Ég lýg því ekki að þetta var svo sárt að ég grét! og ég sem taldi mig þola allt en greinilega ekki... Svo fórum við Ottó eitthvað að reyna að ná broddinum út en það gekk ekki enda enginn sjáanlegur broddur og svo lásum við að það mætti alls ekki gera því þá myndi eitrið bara fara lengra inn!! Núna er ég svo með blátt mar á hendinni... smart! :D

Jæja, best að fara að gera eitthvað að viti ;)