föstudagur, september 23, 2005

DÍSÚS!!!!! fyrsti LOST þátturinn var sýndur í USA í fyrradag og við Ottó horfðum á hann í gær og maður er bara algerlega lost! Eftir þennan þátt vakna þvílíkar spurningar og maður veit bara ekkert í sinn haus lengur... Magnaður þáttur, ekkert smá spennandi og ég á erfitt með að þurfa að bíða í viku eftir næsta :D vil bara fá að sjá þá alla í einu þess vegna... heheh... en já, þannig að þið lost fans hafið eitthvað mikið til að hlakka til ... segi ekki meir :P

Fór til tannsa í morgun og er með alveg einstaklega fínar og glansandi tennur núna :D þetta var bara almenn skoðun, eitthvað púss og svo var hún að hreinsa tannsteinana og tók reyndar eina mynd en þetta mun ég hafa borgað tæplega 8000 kr fyrir takk fyrir! jebbs... held að ég hafi verið undir korteri þarna inni... fáranlegt hvað allt svona er dýrt í dag, en það er lítið sem maður getur gert í því þannig að maður verður bara að borga og brosa ef maður er að þiggja þessa þjónustu á annað borð... :)

fimmtudagur, september 22, 2005

Við Annika og Karó fórum á Michael Bolton í gærkvöldi og ég sver það, við héldum varla vatni! :D Ekki nóg með að hann sé með óviðjafnalega fallega rödd þá er hann bara æði þessi maður! Við fórum þangað og áttum svo sannarlega ekki von á þetta yrði svona æðislegt, ég er að segja ykkur það, strax í fyrsta laginu fengum við gæsahúð og framhaldið var sko alls ekki síðra :) Hann tók flest hittin sín sem maður kannaðist alveg við og gátum við raulað með flestum lögunum og það gerði stemninguna ennþá betri. Mér finnst svo fyndið að þessi maður sem margir segja algeran vælukjóa, hafi verið í rokkhljómsveit í den :D en það er alveg þvílíkur kraftur í röddinni hans þannig að hann getur ábyggilega sungið hvað sem er og það yrði mega flott :D allavega... mjög góðir tónleikar ;)

Fyrsta prófið mitt verður á laugardaginn eftir viku og það er í almennu sálfræðinni... Mér finnst tíminn hafa flogið síðan við byrjuðum í skólanum og það er ekkert voðalega gott. Ég verð að aðeins að hraða á lestrinum í almennunni ef ég á að ná þessu prófi þannig að ég býst við rólegum dögum framað þessu prófi. Svo koma reyndar tvö próf í vikunni eftir þetta en ég er betur stödd í þeim fögum lestrarlega séð þannig að ég er eiginlega alveg róleg fyrir þau, allavega ennþá :D híhí..

Svo er vísindaferð 7. okt. og tókum við Annika sko enga sénsa núna í þetta skiptið og skráðum okkur um leið og skráning hófst... heheh algerir nöllar ;) en já, þessi vísindaferð er í mastercard og verður ábyggilega mega stuð... enda fínn dagur, fyrstu hlutaprófin nýbúin og svona :)

Skrifa meira seinna.... bæ í bili kjútís ;*

sunnudagur, september 18, 2005

Jæja þá er helgin búin og var hún alveg frekar fljót að líða... en eins og sagt er, time flies when you're having fun! og það passar yfirleitt voða vel :) Ég á yndislegasta kærasta sem hægt er að hugsa sér! Varð bara að koma því að ;) Við ætluðum að fara út að borða og eitthvað svoleiðis í gær, svona í tilefni dagsins en það breyttist aðeins og Ottó þessi elska ákvað að koma mér bara verulega á óvart í staðinn... Tókum svo bara spólu og höfðum það kósí þó að þessi mynd hafi ekki alveg verið að gera góða hluti :D en já, æðislegt kvöld! :)

Planið var hjá okkur Anniku á föstudaginn að fara í okkar fyrstu vísindaferð en þar sem það var takmarkaður fjöldi sem komst með, þá þurfum við að bíða eftir næstu... Pælið samt í rugli, í svona stórri deild eins og sálfræðin er, þá voru bara 20 manns sem komust með, ekki alveg að gera sig! en við förum með í þá næstu ;)

Ég er alveg yfir mig ástfangin af nýju fartölvunni minni... það var sko bara love at first sight get ég sagt ykkur :D hún er bara æði... alltaf að uppgötva eitthvað nýtt sem hægt er að gera í henni og svo er netið komið í lag niðrí skóla þannig að þetta er allt gera sig ;)

Hey já svo er komin ný myndasíða... tvö albúm eru komin... geri fleiri við tækifæri :)

Farin aftur í lærdóm... sjáumst :*