föstudagur, nóvember 04, 2005

Það hljóta nú að vera takmörk fyrir því hvað kennarar mega setja mikið lesefni fyrir próf... allavega, þá gengur lesturinn frekar hægt... reyndar gengur þetta hraðar fyrir sig í dag heldur í gær, en þá var ég líka á einhverjum met sniglahraða! en þetta reddast vonandi allt :) svo bara allir að muna að senda okkur prófliðinu góða strauma á morgun milli eitt og þrjú... þeir sem gera það fá plús í kladdann og kannski karamellu ef þið sendið okkur ofurgóða strauma! :P

Annars er bara lítið að frétta eiginlega, missi af partýinu hjá Völu og Andra í kvöld sökum lærdóms fyrir þetta beyglu próf á morgun :( en það verður víst að vera þannig, mæti bara tvíefld í það næsta! :P hehehe!

Spurning hvað maður gerir eftir prófið... kannksi maður skelli sér í einn ljósatíma eða svo... það er alveg pæling... enda er ég nánast orðin hvít eins og nýfallinn snjór.... eða svona í þá átt allavega ;) maður getur nú ekki farið alveg næpuhvít á sólarströnd þannig að ég verð að fara að drífa mig í þessum málum...
úff talandi um sólarströnd... fór einmitt að pæla í gær að eftir akúrat 2 mánuði verð ég úti og bara nokkrir dagar þá eftir hjá okkur... þetta er sko alltof fljótt að líða, enda erum við bæði eftir að endurnýja vegabréfin og svoleiðis... erum voðalega kærulaus eitthvað með þetta, sem er ekki beint gott þar sem við erum örugglega eftir að gleyma að gera þetta fram á síðustu stund og þá getur það bara verið oft seint í rassinn gripið! spurning hvort maður fari ekki að koma hreyfingu á skipulagsbókina mína... svona what to do and what to buy í nóvember og desember... aha! klár get ég verið!!! :D þá er mörgu reddað! heheheh!

well well... best að halda áfram með lesturinn.... ta ta ;)

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Tók mér smá pásu og svaraði klukkinu frá Völu... here it goes...
núverandi tími: 12:39
núverandi föt: nettar tjill buxur, hlírabolur og flíspeysa... og náttla ofur hlýir sokkar :D
núverandi skap: eiturhress alveg... eins og oftast ;)
núverandi hár: frekar sítt með strípum sem eru alveg vel vaxnar úr... er að fara að láta laga það núna í nóv. :) jei!
núverandi pirringur: reyni nú að láta sem minnst pirra mig .. :)
núverandi lykt: romance - ralph lauren
núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera: læra og læra meira..
núverandi skartgripir: hringur og eyrnalokkar
núverandi áhyggja: ótrúlegt en satt þá eru þær nokkrar í augnablikinu... en það reddast allt, er ekki alltaf best að vera bjartsýnn :)
núverandi löngun: ískaldur trópí!
núverandi ósk: að verða vel menntuð og svo náttla bara sami pakkinn og flestir vilja, heilbrigða og hamingjusama fjölskyldu og allt það :)
núverandi farði: enginn eins og er... var að koma úr sturtu :)
núverandi eftirsjá: á maður nokkuð að vera að velta sér uppúr liðnum tíma...? held ekki... maður þroskast bara af allri reynslu sem maður lendir í og það gerir mann bara sterkari fyrir vikið :)
núverandi vonbrigði: að hafa ekki fengið hærra fyrir ritgerðina mína... það var bögg!
núverandi skemmtun: netið og sálfræðin... ágætis blanda.... :D
núverandi ást: Ottó
núverandi staður: uppi í herberginu mínu...
núverandi bók: psychology
núverandi bíómynd: engin sérstök... síðasta sem ég sá var reyndar Flight plan en kýs frekar að horfa á þætti eins og ANTM, one tree hill,the O.C. og LOST of course :)
núverandi íþrótt: reyni að kíkja reglulega í heimsklassann....
núverandi tónlist: hlusta voða mikið á útvarpið þannig að það er frekar fjölbreytt tónlist
núverandi lag á heilanum: Fix you með Coldplay
núverandi blótsyrði: ekkert sérstakt sem ég man eftir... blóta ekkert voða mikið en það kemur samt fyrir án þess að ég taki neitt sérstaklega eftir því...
núverandi msn manneskjur:þeir sem eru inná núna eru Skafti, Annika, Gróa, Karó, Elli, Ottó, Ómar og Smári.
núverandi desktop mynd: myndir af mikilvægasta fólkinu í mínu lífi ;)
núverandi áætlanir fyrir kvöldið: lærdómur, ANTM og svo bara kíkja á Ottó kallinn
núverandi manneskja sem ég er að forðast: ætli það sé bara nokkur... held ekki...
núverandi dót á veggnum: myndir og svona korktafla með fullt af dóti... :)