föstudagur, október 21, 2005

Þá fer helgin að ganga í garð á ný og planið hjá mér er alveg einstaklega skemmtilegt... já kellan ætlar sko að læra eins og mofo! voða gaman ;) en þetta er bara eins og það verður að vera... er búin að djamma hressilega hingað til og nú verður það aðeins að sitja á hakanum þó miður sé... ok, við Annika erum reyndar að fara í vísindaferð á eftir en ég ætla ekki að enda í einhverju viltu djammi langt fram eftir morgni eins og síðastu helgi... suss! það var reyndar bilað skemmtilegt en maður er nú líka alveg eftir að lifa á því djammi í smá tíma, þannig að ég held nú að ég muni alveg lifa þessa helgi af ;) en nú þegar ég fer að pæla í því þá er próf hjá mér laugardaginn eftir viku, laugardaginn eftir hann og svo á mánudeginum eftir þann laugardag! úff... það þýðir djammfrí í 3 HELGAR!!! ég var nú ekki búin að pæla í því fyrr... ji... er maður eftir að meika það? :S úff... en ætli maður verði ekki bara að meika það, þetta nám er alls ekkert grín og verður maður að leggja sig allan fram við lesturinn þannig að ég verð bara að bíta í það súra og leggja djammið aðeins til hliðar enda kannski kominn tími til, eða hvað?! :D

Annars fór ég á einhvern heildsölu markað í gær með mömmu og Eddu. Þetta var svona snyrtivöru markaður, með öllu helstu vörunum frá Dior, Bourjois, Chanel, Clarins og svo mætti lengja telja, þannig að þið getið rétt svo ímyndað ykkur hvort Auður hérna hafi ekki verið að fíla sig í tætlur! Allavega, þarna var alveg GOMMA af athyglisverðum vörum, snyrtivörur, krem, hárdót, hárvörur og hárgræjur eins og sléttujárn, ilmvötn, bodylotion, sápur o.fl. Ég náttla eins og ég er í kringum svona vörur, hefði hæglega getað fyllt körfuna sem við vorum með en skynsemin tók völdin og ég ákvað að flokka allt betur þegar ég kæmi að kassanum sem ég gerði, keypti samt alveg slatta, aðeins meira en ég ætlaði en þó ekki nær um því eins og mamma og Edda... þær máttu punga út um 20000 kr á haus! reyndar gátu þær alveg keypt fullt af dóti til að gefa, enda verulega góðar vörur þarna ferð, þannig að þetta var alveg vel þess virði :) en ég er alveg pottþétt eftir að kíkja aftur um helgina, þó að ég sé nú alveg orðin vel birgð í bili, en alltaf hægt að tékka á nýjum vörum sem eru teknar upp reglulega og svona... :D
Edda fær alltaf að vita af einhverjum svona mörkuðum í vinnunni sinni og það er æði enda alltaf gaman að kíkja svona og sjá hvað hægt er að spara mikið og svona, t.d. augnskuggi frá bourjois sem ég keypti á 300 kr þarna, kostar 1239 í hagkaup! tékkaði á því þegar við fórum í hagkaup í gærkvöldi og það hlakkaði sko í manni ... hheheh... tékkaði líka á fleiri vörum og það var alltaf svona mikill munur eða þá meiri! :)

Nú styttist óðum í að ég verði árinu eldri en ég hugsa að ég haldi ekki upp á það í ár... margar ástæður eru fyrir því, en þetta má alveg kalla tímamót því þetta er í fyrsta skipti alla mína lífstíð sem ég held ekki upp á það á einhvern hátt, en allir eru samt auðvitað velkomnir að kíkja til mín þennan merka dag enda tek ég öllum opnum örmum ;)

jæja... ætla að klára að hreinskrifa heimadæmin og fara svo að lesa eitthvað svaka lærdómsríkt!
hafið það ofboðslega gott um helgina, djammið hresslega og takið aukadjamm fyrir mig, og endilega verið í bandi ef ég verð ekki fyrri til ;)
Sjáumst....
-Auður

þriðjudagur, október 18, 2005

"Fear less, hope more;
Whine less, breathe more;
Talk less, say more;
Hate less, love more;
And all good things are yours."

Nákvæmlega! :)

mánudagur, október 17, 2005

Mánudagur og rigning er ekki að gera góða hluti... eins og mánudagar eru nú alls ekki mínir uppáhaldsdagar þá verða þeir ennþá leiðinlegri þegar það er ausandi rigning....
Allavega... helgin endaði ekki alveg nógu skynsamlega :( ég sem ætlaði sko aldeilis að læra helling, opnaði varla bók! núna þarf ég virkilega að taka á honum stóra mínum og fara að hella mér í lestur!

Laugardagskvöldið fór í afmælispartí hjá Ella kallinum og var það mjög fínt bara, hitti einmitt Kötlu sem ég hef ekki séð í þónokkurn tíma, en þá kynntust þau úti á spáni í sumar og hafa haldið sambandi síðan... talandi um lítinn heim! en já þetta var semsagt nokkuð gott kvöld, fórum reyndar heim í fyrra lagi eða um 1 en það var alveg passlegt enda var nú alveg tekið hressilega á því kvöldið áður ;)

Annars er það bara lærdómur og meiri lærdómur framundan... og jú kannksi vísindaferð á föstudaginn en við sjáum aðeins til með það ;) heheh...
Allavega... þangað til næst... ciao :*

sunnudagur, október 16, 2005