föstudagur, desember 05, 2003

jæja já...þá eru 5 próf búin og bara 1 eftir ! það er sko stuð !! er meiri að segja búin að ná þjóðhagfræðinni... fékk glæsilega sjöu :D er nú samt ekki svona bjartsýn um restina... :s en það verður bara að koma í ljós....
Var að koma úr strípum og smá klippingu ! er geggjað ánægð með þetta sko, bara groovy chick sko ;P
Við Dóra erum búnar að ákveða að fara ekki í bústaðinn til strákanna núna um helgina... stóð alltaf til að skella sér enda drykkir að mínu skapi á boðstólnum :D heheh
en svo fór sem fór en það er bara þeirra missir ! ;) núna verðum við bara að djamma í höfuðborginni... sem er ekki mosó í mínum augum eins og sumir vilja halda fram ... en það er nú alltaf stuð og fjör á djamminu, staðsetnignin skiptir ekki öllu !
Allavega... sleppið ykkur og skemmtið ykkur !! ;)

þriðjudagur, desember 02, 2003

vá sá ótrúlegi atburður átti sér líka stað í dag.... við dóra fórum með kaggann minn í bílaþvott og læti sko... enda veitti víst ekki af, þó að hann hafi nú kannski ekki haldist hreinn lengi miðað við minn rallýakstur... ehemm...
var enda við að koma frá Dóru núna... var að hjálpa henni að fara yfir þessi blöð sem hún er að fara í próf úr á morgun enda ég náttúrlega sérfæðingur í þjóðhagfræði... eða kannksi bara EKKI :D en það lítur nú samt út fyrir að ég hafi náð lokaprófinu í þessu á föstudaginn þar sem kennarinn er ekki búin að hafa samband, eins og hún ætlaði að gera við þá sem náðu ekki... :) ekki slæmt það sko !! tókum okkur reyndar "smá" pásu frá "lærdómnum" og skelltum okkur aðeins út... kíktum meðal annars á Krissa og Haffa niðrí vinnuna til Haffa sem voru á fullu að rústa einhverjum bíl og læti... tókum svo Krissa með okkur enda var Haffi nú að vinna og svo er nú ekkert voða gott andrúmsloftið milli okkar ennþá... en þetta var stuð !

mánudagur, desember 01, 2003

Neee ég er nú ekki alveg dauð sko :D er bara voða takmarkað heima hjá mér þannig að ...
Magnað hvað okkur Dóru tekst alltaf að láta einhverja gaura elta okkur þegar við erum að keyra eitthvað.... svo ef þeir halda að við séum að fara að stinga eitthvað af frá þeim þá bara hækka þeir kröfurnar og vilja endilega hitta okkur.... sem við höfum nú yfirleitt gert... hmm ... enda yfirleitt massa fallegir gaurar á ferð !! heheh ! öflug leið til að kynnast nýju ( og í okkar tilfellum myndarlegu ) fólki ;)
en já... var í prófi númer 2 í dag.... úff... ég og líffræði er nú ekki alveg að meika sig sko... og svo 4 stykki eftir.... en þetta er ekkert mál... bara að ljúka þessu af og svo bara verður að koma í ljós hvernig fer og hvort ég hafi nú fallið í einhverju !