miðvikudagur, september 27, 2006

þá eru mamma og pabbi farin og allt komið aftur á fullt skrið... dagarnir sem þau voru hérna voru alveg æðislegir og langaði mig sko helst ekki að sleppa þeim í flugið síðasta sunnudag! en svona er lífið víst... við fórum á strikið á laugardaginn og er ýmist búið að bætast í fataskápinn á okkur hjúin á meðan mamma og pabbi eru búin að vera hérna og erum við alveg rosalega þakklát fyrir allt sem þau hafa gert fyrir okkur!! love you! :* en já, við fórum líka í tívolíið þarna um kvöldið þar sem við fengum að borða á "perlunni", skelltum okkur í stærstu tækin og var kvöldið bara alveg rosalega huggulegt í alla staði :)

gleðifréttir: annika og karó eru að koma í heimsókn til okkar í nóvember og dóra líklega líka!! jei jei :P hlakka sko MIKIÐ til! svo er edda systir líka eitthvað plana ferð til okkar þannig að það er bara allt að gerast! líst sko vel á þetta! :)

framundan er annars alveg madness að gera í skólanum... ritgerðir, fyrirlestrar og bara name it!
var að komast að því að prófin mín eru í byrjun janúar (2.-19.) þannig að við ottó stoppum stutt á klakanum þessi jól... grát! við verðum semsagt ekki heima um áramótin... :( en ef við lítum á björtu hliðarnar þá verðum við allavega heima um jólin og finnst mér það skipta miklu...

búin að fá sjötta þáttinn af prison break í hendurnar í seríu tvö og á ég rosalega erfitt með að bíða með að horfa á hann :P fæ líklega ekki að horfa á hann fyrr en annað kvöld þar sem ég á eftir að gera fyrirlesturinn sem ég á að halda á morgun... en kannski maður laumist til að horfa hann samtsem áður í dag... ;)

annars bara aðeins að láta heyra í mér...
take care! :)