föstudagur, apríl 29, 2005

Haldiði ekki bara að hún Auður hérna hafi loksins fundið jakkann sem hún er búin að leita af forever nánast! eða svona næstum :D allavega var ég eitthvað að rölta í kringlunni í dag, ekki í neinum fataleiðangri eða neitt, og kíkti aðeins í retro og þar hékk hann og beið bara eftir mér! bara svona svartur léttur og sætur sumarjakki sem ég er búin að leita af svolítið lengi... við erum reyndar að tala um ansi mikið dýra flík en þetta kostar allt sitt :) svo var strákurinn svo klikkað almennilegur og hress og það getur haft svo rosalega mikið að segja hvort manni langi að kaupa flíkina í viðeigandi búð eða ekki fattiði... :) svo keypti ég mér eyrnalokka og læti þannig að ég var bara að spreða peningum í dag... ég sem er ekki einu sinni búin að fá útborgað :D

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Ekkert smá gott veður sem er búið að vera hérna undanfarið, bara vonandi að þetta sé fyrirboði um frábært sumar með tilheyrandi sól og hita... þá getur maður orðið brúnn af allri útiverunni í leikskólanum en ekki af ljósabekkjum svona til tilbreytingar.... :D
Annars skellti maður sér á massa djamm síðustu helgi... byrjaði í GULU partí hjá Völu svölu sem fær toppeinkunn fyrir það partí og svo var haldið á leið niður í bæ á ball á NASA þar sem skímó var að skemmta! og það var ferlega gaman og var maður reyndar orðinn veeel skrautlegur og fínn! en þetta var semsagt hin besta helgi...
Annars er maður alltaf á fullu í vinnu, annað hvort leikskólinn eða hitt, þannig að maður fær vonandi sæmilega góðar tölur á launaseðlunum um mánaðamótin... ;) maður hefur nú lent í mis skemmtilegu fólki í úthringingum en fyndnast finnst mér samt að það eru ófáir strákar sem ég hef talað við sem hafa boðið manni á deit því þeim fannst svo skemmtilegt að tala við mig! :D mér finnst það alveg mjög amusing enda erum við nú kannksi ekki alveg að tala um skemmtilegstu hluti sem hægt væri að tala um í þessum samræðum okkar! en það er gott að hafa gaman að þessu, sem ég auðvitað hef :D
Svo framundann hjá manni er meiri vinna, er að vinna um helgina, og svo er ottó náttúrlega á fullu að lesa undir prófin sem eru að hefjast í næstu viku, get nú ekki sagt að ég öfundi kallinn neitt mikið ;) en ég verð víst í þessum sömu sporum eftir ár þannig að maður ætti kannksi bara að þegja :D hehehe...