sunnudagur, júní 05, 2005

Jæja... það hefur nú ýmislegt misskemmtilegt gerst síðustu tvær vikurnar hjá mér, en þannig er lífið nú bara... en maður verður bara að líta fram á við og reynir að njóta lífsins :) allavega...

- Nú er Valan mín bara að spóka sig í sólinni útí á Mallorca, vonandi klikkað stuð hjá henni, en þetta var semsagt útskriftarferðin hennar með Verzló... Hún kemur samt sem betur fer heim aftur fyrir 17.júní þannig að það verður sko tekið vel á því þá helgi, enda lendir 17. núna á föstudegi... við erum að tala um tjúúúútthelgi dauðans... gugga með afmælið sitt 16. júní, svo náttúrlega 17. júní og svo saumaklúbburinn hjá dóru 18. júní... þannig að maður mun líklega bara halda sér niðrí bæ þessa daga, tekur því varla að vera að fara heim á milli :D

- Annars skellti maður sér bara í bæinn í gærkvöldi eftir innflutningaspartýið hjá rúnu völu og gústa og var þar til um 6 enda klikkað stuð... eitt skemmtilegasta bæjarkvöld í langan tíma verð ég bara að segja...byrjuðum að sjálfsögðu á hressó og enduðum þar :) en við karó, annika og dóra ákváðum að tékka á Oliver, nýja staðnum og vá... biðum í svona hálftíma í röðinni og þvílíkur troðningur, allir alveg æstir í að komast þarna inn enda ekki minni menn en eiður smári og hermann hreiðarsson þarna inni... æjh ég veit samt ekki alveg hvernig ég fílaði þennan stað, svosem ágætis staður en þetta mun pottþétt verða vinsælasti "snobb"skemmtistaðurinn í miðbænum, ég persónulega held ég muni ekkert svíkja lit, held ég haldi mig bara við hressó og svona :)
Talandi um hressó... þegar við fórum þarna í seinna skiptið, vorum við eitthvað að dansa bara í góðum fíling, svo allt í einu vorum við umkringdar strákum og þá er ég að tala um að hellingur að strákum voru komnir og farnir að dansa með okkur... ég lenti í þremur strákum þarna í seinna skiptið sem voru eitthvað að reyna að heilla mig uppúr skónum, með misgóðum árangri samt! og pikk öpp línurnar hjá þeim voru æði! :D sérstaklega hjá fyrsta og öðrum... þessi síðasti var meira svona down to earth, mjög myndarlegur og bara heví næs gæji, þurfti sko engar línur til heilla mig! ;)

Allavega, toppkvöld... 9,5 af 10 mögulegum!

-Mamma var að koma frá Glasgow áðan og var alsæl með ferðina, útskriftarferð hjá henni líka, reyndar bara svona helgar ferð, en það er samt ferð ;) það er svo æðislegt þegar mamma fer eitthvað til útlanda, hún kaupir alltaf eitthvað sem hittir beint í mark hjá mér! það klikkar ekki sko, alltaf eitthvað sem ég fýla í tætlur... enda smekkmanneskja eins og dóttirin ;) hehhehe!

-Vinna í kvöld, verð að passa mig að mæta klukkan 18 en ekki 16 eins og ég gerði síðasta sunnudag... það var allt lokað og læst þegar ég mætti þá og ég bara ályktaði það þannig að það væri engin vinna, samt skrýtið að það var ekkert búið að láta mig vita, en komst svo að því á þriðjudeginum að það er aftur búið að breyta vinnutímanum á sunnudögum, semsagt frá 18-22 núna...

jæja ætla að laga smá til fyrir vinnu, þannig að ég læt þetta duga núna,
sjáumst sykurpúðarnir mínir!