sunnudagur... var að koma heim úr fermingarveislu hjá frænda ottós... það var voða fínt, hef aldrei hitt þennan part af famílíunni hans áður þannig að það var alveg kominn tími til... það er engin ferming í minni famílíu í ár (thank god) en svo á næsta ári eru þrjár minnir mig!! en ég verð væntanlega í Danmörku þá þannig að ekki fer ég í þær...
en já... ottó er bara að skipta um dekk núna með pabba sínum og ég að reyna að koma mér aftur í lærdómsgírinn... er að vinna í þessu sjáið til! ;) heheh... í kvöld er svo bara planið að kíkja aðeins í bíó eða taka spólu, þar sem við erum búin að vera svo dugleg að læra undanfarið... þá á maður alveg skilið smá break heheh...
styttist óðum í prófin og ég hef varla undan að lesa... en maður verður að reyna að vera duglegur núna!! bara lesa lesa og lesa!! þýðir víst lítið annað ef maður ætlar að fá námslánin... ekki beint mikið að gerast í lífi manns núna þangað til prófin eru búin, en þá get ég loksins farið að lifa áhyggjulaust aftur vonandi! :P
heyrðu já... þar sem ég er nú eins klikkuð og ég er þá datt mér í hug að telja helgarnar sem eru eftir þangað til við förum út ef allt gengur eins og skyldi, og viti menn... það eru bara 18 helgar eftir!!!!! það finnst mér nú eiginlega hálf scary sko... 18 helgar... það er ekki neitt! mér finnst alveg magnað hvað tíminn er fljótur að líða, skrýtið að hugsa til þess að eftir rúmlega 4 mánuði verðum við flutt frá ykkur til Kongens Köbenhavn...
ætli það þýði eitthvað ef manni dreymir ótrúlega slæma drauma þrjár nætur í röð..? ég er nefnilega ekki vön að muna hvað mig dreymir en undanfarnar þrjár nætur hef ég sofið svo ótrúlega fast því mig hefur dreymt svo illa.. margt slæmt að gerast og eitthvað sem ég vona innilega að muni aldrei gerast í raunveruleikanum... það hefur reyndar aldrei verið það sama að gerast í þessum draumum en samt alltaf eitthvað rosalega hræðilegt og slæmt og yfirleitt sama fólkið! mér er farið að finnast þetta rosalega óþægilegt allavega og ekki veit ég hvað orsakar þessa svakalegu drauma mína! annika sagði einhvern tímann, og ég hef heyrt það oftar líka, að það að dreyma eitthvað svona slæmt tákni í raun hið gagnstæða, semsagt t.d. ef einhver deyr ungur þá verður hann langlífur og svoleiðis... ég hef ekkert vit á einhverju svona en ég vona svo sannarlega að þetta sé staðreyndin miðað við mína rosalegu drauma undanfarið!
en já.. nenni ekki að velta mér lengur upp úr slæmum draumum! :)
ég er annars bara ofur hress alveg og væri ég eflaust ennþá hressari ef ég þyrfti ekki að liggja svona stíft yfir bókunum en svona er þetta og þýðir víst lítið að vera að væla yfir því, mitt val og mín ábyrgð :)
ég hætti svo að vinna á þriðjudaginn... :( síðasti dagurinn átti að vera hjá mér á morgun en hún bað mig um að taka líka þriðjudaginn ef ég mögulega gæti og var ég sko alveg til í það! þetta eru svo æðislegir gríslingar sem ég er með að ég er sko eftir að sakna þeirra big time!! :) vildi að ég þyrfti ekki að hætta en svona er þetta þegar maður þarf að undirbúa sig vel fyrir próf og svona... er bara þakklát fyrir tímann sem ég hef verið að vinna þarna :)
alþjóð búin að kjósa nýja idolstjörnu og mun það eins og vel flestir vita vera hann snorri... ég held að ég hafi ekki séð einn heilann þátt af idolinu núna í vetur en miðað við það sem maður heyrir á fólkinu þá er hann vel að sigrinum kominn! sá reyndar smá í endursýningu í gær og fannst mér hann syngja rosalega vel en reyndar fannst mér ína ekkert síðri þannig að það skipti eiginlega engu máli hvort vann fyrir mér...
hehe... ég er farin að skrifa um eitthvað sem ekki einu sinni ég hef áhuga á þannig að ég held að það sé merki um það að ég eigi bara að hætta að skrifa núna! svona er þetta, þegar maður á að vera að læra þá er maður duglegur að finna sér eitthvað allt annað að gera og skrifa um eitthvað algjörlega tilgangslaust ef því er að skipta ;) en ég er farin að kíkja í bók...
hafið það OFUR gott kjútípæs... ciao ;)