föstudagur, apríl 14, 2006

vá hvað ég öfunda fólk sem er í páskafríi og getur notið þess til fulls... get ekki beint sagt að þetta sé mikið páskafrí hjá mér þar sem maður er rifin á fætur klukkan 7 hvern einasta dag til að læra! það er svosem alveg ágætt, geta nýtt daginn vel en ég væri nú alveg til í að kúra aðeins lengur þar sem ég er alger kúrari.... en það verður bara að bíða betri tíma.. get vonandi notið þess um helgarnar í sumar ;)

tókum okkur smá pásu í gær og kíktum til ástu láru litlu frænku en skvísan sú átti nefnilega afmæli í gær og varð 12 ára... vá hvað ég man eftir þessum aldri, bjó akúrat í danmörku þegar ég var 12 ára og hélt ég uppá 11, 12, 13 ára afmælin mín með þremur öðrum dönskum krökkum í sal sem við leigðum í þessi þrjú skipti og man ég hvað þetta voru fáranlega skemmtileg "partý" hjá okkur... buðum krökkunum í bekknum og vorum með pizzu, kökur og eitthvað gúmmulaði og fórum svo í leiki sem allir skemmtu sér vel í langt fram eftir kvöldi... þarna var þetta allt svo saklaust ;) hefur breyst svona "smá" með árunum... hehe!

annikan mín átti afmæli á miðvikudaginn og er hún núna orðin gömul kona... svona miðað við mig ;) heheh... til hamingju með það aftur sykurpúði! :*



en já.. við erum ein í kofanum yfir páskana þar sem foreldrar ottós eru fyrir austan í bústaðnum en þau buðu okkur í mat í kvöld og ætlum við að skella okkur aðeins austur fyrir fjall til þeirra... svo ætlar mamma að hafa mat fyrir okkur á páskadag þannig að við missum ekki af páskamatnum þar sem að við erum nú ekki að elda einhverja steik fyrir okkur tvö bara :)

svo er það náttúrlega páskaeggjaát á sunnudaginn!! þokkalega baby, enda fær maður nú bara páskaegg einu sinni á ári ;)



ég hef alltaf fengið nóa síríus en fékk svo líka rísegg frá freyju í fyrra og fannst mér það bara ótrúlega gott... fæ svoleiðis núna í ár og líka reyndar nóa... halda í hefðina ;) hehhe

en ég er farin að halda áfram með ritgerðina mína... sem er um sjálfsvíg, ekki beint skemmtilegt efni svona í páskagleðinni, en eitthvað sem ég kemst ekki hjá að skrifa um...

þangað til næst... see ya babes ;)

þriðjudagur, apríl 11, 2006

ég er búin að vera að drepast úr verk í tanngómnum í meira en viku þannig að ég fór í gær og lét tékka á þessu og var mér tilkynnt það að ég væri með rótarbólgu takk fyrir! það er semsagt útaf því að fyllingin sem var sett í þessa tönn síðasta haust var sett alltof neðarlega og eyðilaði einhverjar taugar í tönninni og eitthvað svoleiðis... ég þarf semsagt að fara í tvær tannaðgerðir útaf þessu á mánaðar fresti í sumar! vei... það sem hann gerði í gær var að fara alveg niður í taugarnar og setja sótthreinsiefni til að hreinsa allt þarna umkring... svo næst verða taugarnar í tönninni víkkaðar og drepnar og í seinasta skiptinu verður sett fylling yfir og gengið frá.. samt þarf að líða mánuður á milli allra þessara skipta til að þetta heppnist fullkomnlega! alveg típiskt fyrir mig að lenda í einhverju svona veseni... þetta er heldur ekkert gefins, nei aldeilis ekki... í gær þurfti ég að borga 15000 kr fyrir þetta og hin tvö skiptin verða dýrari þar sem meira verður gert í þeim! þetta er náttúrlega algjört rip-off... en það verður víst bara að hafa það, þar sem ég vil ekki hafa þetta svona...


(tannlæknar eru EKKI í uppáhaldi hjá mér!!!)

anyways... búin að pirra mig nóg á tannlæknum.. ;)

við ottó kíktum í bíó á sunnudagskvöldið á lucky number sleven og var hún bara þrusugóð... allavega ágætis afþreying sko en samt allt öðruvísi en ég hélt en á góðan hátt :) vel þekktir leikarar í henni eins og josh hartnett, ben kingsley, morgan freeman, lucy liu, bruce willis og fleiri góðir sem setja góðann svip á myndina :)

Vala á afmæli í dag og er skvísan orðin 22.ja ára gömul!! tillukku með það enn og aftur sæta ;)

annars var síðasti dagurinn í vinnunni í dag þannig að nú tekur við seta á hlöðunni frá morgni til kvölds... reyndar er hún lokuð núna yfir helstu páskadagana og verður líklega bara lært heimavið þessa daga sem er lokað, allavega verður ekki komist hjá því að læra..! :)

ætla að fara að horfa á prison break... ;)

sunnudagur, apríl 09, 2006

sunnudagur... var að koma heim úr fermingarveislu hjá frænda ottós... það var voða fínt, hef aldrei hitt þennan part af famílíunni hans áður þannig að það var alveg kominn tími til... það er engin ferming í minni famílíu í ár (thank god) en svo á næsta ári eru þrjár minnir mig!! en ég verð væntanlega í Danmörku þá þannig að ekki fer ég í þær...
en já... ottó er bara að skipta um dekk núna með pabba sínum og ég að reyna að koma mér aftur í lærdómsgírinn... er að vinna í þessu sjáið til! ;) heheh... í kvöld er svo bara planið að kíkja aðeins í bíó eða taka spólu, þar sem við erum búin að vera svo dugleg að læra undanfarið... þá á maður alveg skilið smá break heheh...

styttist óðum í prófin og ég hef varla undan að lesa... en maður verður að reyna að vera duglegur núna!! bara lesa lesa og lesa!! þýðir víst lítið annað ef maður ætlar að fá námslánin... ekki beint mikið að gerast í lífi manns núna þangað til prófin eru búin, en þá get ég loksins farið að lifa áhyggjulaust aftur vonandi! :P

heyrðu já... þar sem ég er nú eins klikkuð og ég er þá datt mér í hug að telja helgarnar sem eru eftir þangað til við förum út ef allt gengur eins og skyldi, og viti menn... það eru bara 18 helgar eftir!!!!! það finnst mér nú eiginlega hálf scary sko... 18 helgar... það er ekki neitt! mér finnst alveg magnað hvað tíminn er fljótur að líða, skrýtið að hugsa til þess að eftir rúmlega 4 mánuði verðum við flutt frá ykkur til Kongens Köbenhavn...

ætli það þýði eitthvað ef manni dreymir ótrúlega slæma drauma þrjár nætur í röð..? ég er nefnilega ekki vön að muna hvað mig dreymir en undanfarnar þrjár nætur hef ég sofið svo ótrúlega fast því mig hefur dreymt svo illa.. margt slæmt að gerast og eitthvað sem ég vona innilega að muni aldrei gerast í raunveruleikanum... það hefur reyndar aldrei verið það sama að gerast í þessum draumum en samt alltaf eitthvað rosalega hræðilegt og slæmt og yfirleitt sama fólkið! mér er farið að finnast þetta rosalega óþægilegt allavega og ekki veit ég hvað orsakar þessa svakalegu drauma mína! annika sagði einhvern tímann, og ég hef heyrt það oftar líka, að það að dreyma eitthvað svona slæmt tákni í raun hið gagnstæða, semsagt t.d. ef einhver deyr ungur þá verður hann langlífur og svoleiðis... ég hef ekkert vit á einhverju svona en ég vona svo sannarlega að þetta sé staðreyndin miðað við mína rosalegu drauma undanfarið!

en já.. nenni ekki að velta mér lengur upp úr slæmum draumum! :)
ég er annars bara ofur hress alveg og væri ég eflaust ennþá hressari ef ég þyrfti ekki að liggja svona stíft yfir bókunum en svona er þetta og þýðir víst lítið að vera að væla yfir því, mitt val og mín ábyrgð :)

ég hætti svo að vinna á þriðjudaginn... :( síðasti dagurinn átti að vera hjá mér á morgun en hún bað mig um að taka líka þriðjudaginn ef ég mögulega gæti og var ég sko alveg til í það! þetta eru svo æðislegir gríslingar sem ég er með að ég er sko eftir að sakna þeirra big time!! :) vildi að ég þyrfti ekki að hætta en svona er þetta þegar maður þarf að undirbúa sig vel fyrir próf og svona... er bara þakklát fyrir tímann sem ég hef verið að vinna þarna :)

alþjóð búin að kjósa nýja idolstjörnu og mun það eins og vel flestir vita vera hann snorri... ég held að ég hafi ekki séð einn heilann þátt af idolinu núna í vetur en miðað við það sem maður heyrir á fólkinu þá er hann vel að sigrinum kominn! sá reyndar smá í endursýningu í gær og fannst mér hann syngja rosalega vel en reyndar fannst mér ína ekkert síðri þannig að það skipti eiginlega engu máli hvort vann fyrir mér...

hehe... ég er farin að skrifa um eitthvað sem ekki einu sinni ég hef áhuga á þannig að ég held að það sé merki um það að ég eigi bara að hætta að skrifa núna! svona er þetta, þegar maður á að vera að læra þá er maður duglegur að finna sér eitthvað allt annað að gera og skrifa um eitthvað algjörlega tilgangslaust ef því er að skipta ;) en ég er farin að kíkja í bók...
hafið það OFUR gott kjútípæs... ciao ;)