föstudagur, nóvember 21, 2003

Ég og Dóra ákváðum að skella okkur, ekki bara á okkar dimmisjón, heldur líka á dimmisjónina í FÁ enda var ég þó nokkuð spennt að sjá þeirra atriði þar sem Ómar var búinn að segja að það væri nokkuð magnað... kom okkur nú reyndar ekki á óvart að hann var í aðalhlutverkinu í myndbandinu... ótrúlegur gaur... allavega það var svolíðtið magnað! :D svo brunuðum við aftur uppí MH og voru nokkur sniðug atriði þar... reyndar ekki hægt að bera þessa 2 skóla saman þar sem í FÁ voru allir þeir sem eru að útskrifast eins og saman með atriði... sem mér finnst nokkuð sniðugt... hjá okkur eru margir svona litlir hópar með sín atriði sem er í rauninni allt í lagi en mér finnst hitt reyndar sniðugra...
slepptum svo síðustu tímunum í dag og skelltum okkur á laugarveginn þar sem við keyptum meðal annars svona rauðar thai buxur ;D geðveikt kúl !!
Svo er það bara HÖRKU DJAMM í kvöld maður!! ;P
Sálfræðikennarinn vildi endilega að við færum að tjá tilfinningar okkar meira... semsagt að við færum að segja "ég elska þig" við vini og fjölskyldu og svo náttúrlega líka við kærasta og maka! svaka pæling á bakvið það sko... magnað samt ef ég pæli útí það, að ég hef bara sagt þetta við örfáa útvalda... hef aldrei sagt þetta við neinn í fjölskyldunni minni sem mörgum finnst örugglega frekar skrýtið en mér finnst það í raun bara allt í lagi því ég var bara alin þannig upp.. svo þegar þetta hefur verið sagt við mig, hefur það ekki heldur komið frá neinum í fjölskyldunni... það finnst mér reyndar svolítið skrýtnara sko... en that's my family...

miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Var að finna miðann sem var inní svona fortune cookie sem við Karó fengum í afmælinu okkar... í minni stóð : "your love life will be happy and harmonious."
ekki slæmt það ! það er að segja ef maður tekur mark á svona löguðu sko ...

mánudagur, nóvember 17, 2003

Fór með Dóru og Krissa í gær, við ætluðum sko í bíó en ég og Dóra ætluðum að fara í myndatöku og svo bara gleymdum við gjörsamlega tímanum !! við eyddum allavega SLATTA pening í myndatökur sko... :$ fórum í nokkrar passamyndir, svo í nokkrar svona þar sem er tekin mynd og teiknuð eftir því , og svo fórum við líka í tvær svona límmiðamyndatökur!! þetta var hellings stuð sko... aldrei að vita hvort myndirnar verði einhvern tímann hér til sýnis... en allavega ekki í bili þar sem ég kann engan veginn að setja svona inn...
svo eftir þetta fórum við bara og leigðum spólu í staðinn fyrir bíóferðina og skelltum okkur svo á smá rúnt... tjill kvöld semsagt!