föstudagur, desember 09, 2005

Þá eru prófin formlega byrjuð hjá mér og mætti ég hress klukkan 9 í morgun í það fyrsta sem var almennan b.t.w... hef eiginlega ekkert meira um það að segja og látum við einkunnirnar tala sínu máli þegar þær koma í hús :)
Næsta próf er á þriðjudaginn og svo það síðasta laugardaginn eftir viku.. bara að halda ykkur informed ;)

Við Ottó fengum miðana til Kanarí í gær og einhverja svona leiðbeiningamiða til að hafa með okkur.. gott að vita að við eigum til dæmis að taka strætó 72 á útimarkaðinn! :D heheh... verst að það stóð ekki hvaða bus maður tekur í aðalbúðirnar þar sem ég mun nú eflaust eyða mörgum stundum í þeim ef ég þekki mig rétt... ehemm ;) eða já, svona allavega meðan Ottó er í golfi, þá ætla ég að go crazy shopping enda hann nú ekki mikill búðarkall þannig að þetta mun virka perfect ... hehehe! ekki það að ég muni ekki draga hann með mér í búðarráp einhverja dagana, en ætla nú samt að hlífa honum svona mestmegnis fyrir því :P
Annars er eiginlega ekki komin nein spenna í mann strax... enda er það bara próflestur sem á hug manns þessa dagana og fátt annað sem kemst að, en það tekur náttla enda eins og allt og þá getur maður farið að lifa aftur ;)

Mig langar svo að fara að djamma að ég er alveg að missa mig!!!!! en bara nokkrir dagar í viðbót, I can do it! ;) bara varð að koma þessu að, þar sem ég er farin að finna fyrir alvarlegum fráhvarfseinkennum og er ekkert farið að lítast á blikuna... heheh!

Ég er alltaf að sjá einhver ný fög sem ég væri til í að fara í í DK... núna er til dæmis alveg hárgreiðsla, gullsmíði, hönnun, sjúkraþjálfun o.fl. o.fl. komið ofarlega á listann... talandi um erfitt val hjá minni! :) what to do, what to do...

Annars er nú ekki mikið merkilegt að gerast hjá manni þessa dagana annað en lestur þannig að ég held ég láti þetta duga í bili... gangi ykkur OFURvel með lesturinn og í prófunum... og hinir sem ekki eru í þeirri stöðu, njótið bara lífsins ;)

ciao my homies!

þriðjudagur, desember 06, 2005

Heheh... svona er nú gaman að lesa fyrir prófin... tékk it át: auður muglet ;) svo ýta á takkana í vinstra horni fyrir neðan muglets merkið... allt er nú til skal ég segja ykkur! :P heheh...

sunnudagur, desember 04, 2005

Prófið sem ég fór í gær gekk bara alls ekki nógu vel, get svosem alveg kennt sjálfri mér um þetta slaka gengi enda var ég óvenju kærulaus fyrir þetta próf :S núna gengur það bara ekkert lengur... er reyndar alveg búin að vera dugleg að mæta niður á hlöðu að lesa en þar sem ég var búin að draga það svo lengi þá náttla komst ég yfir mikla minna efni ég hefði þurft!

Ég er eiginlega búin að ákveða hvað ég ætla að gera ef ég kemst ekki yfir á næsta misseri í sálfræðinni... hugsa að ég skipti yfir í dönsku! sko pælingin bakvið það er fyrst og fremst sú að þar sem stefnan er sett á Danmörk næsta haust þá væri alls ekkert vitlaust að reyna að rifja dönskuna aðeins upp og svoleiðis... aðeins að reyna að pússa hana til...
Ég slepp við að taka TOEFL prófið sem er í janúar en það er svona enskupróf sem maður þarf að taka til að komast inn í marga erlenda skóla, en þar sem ég fer í nám á dönsku þarf ég ekki að taka það... hélt að ég þyrfti að taka það en var að komast að því að ég þarf þess ekki, þannig að ég slepp við að borga 8000 kall fyrir eitt próf, himneskt! ;) heheh... Ottó þarf reyndar að fara í þetta þar sem hans nám er á ensku, þannig að hann þarf að punga út fyrir þessu auk þess að koma beint frá Kanarí og fara í próf... greyið! heheh ;) ég er sko langt frá því að öfunda hann! :P

Talandi um Kanarí þá styttist óðum í brotttför hjá okkur... fyndið samt, ég var eitthvað að tala um það um daginn hvað það yrði skrýtið að vera ekki með famíliunni um áramótin og eitthvað svoleiðis, en svo var ég fatta að ég hef ekkert verið með þeim síðustu árin þannig að það ætti nú varla að vera það skrýtið eftir allt saman...heheh, það er nú meira hvað maður getur verið útúr heiminum stundum :P en já, hugsa að það verði bara skrítnast að vera ekki í frosti og snjó á þessum tíma ársins ;)

Ég óska hér með eftir aðila til að taka til í herberginu mínu, taka það alveg í gegn fyrir jólin og halda því hreinu (allavega þangað til ég fer út)! aldrei hefur þörfin verið meiri og verða laun eftir samkomulagi og dugnaði vinnumanns... endilega hafið samband, you have my number ;) og ef ekki þá bara getið þið commentað hérna fyrir neðan...
nei djóklaust þá er herbergið mitt eitt big mess! þetta er nefnilega gallinn við það að eiga svona huge herbergi og mikið að allskonar dóti, það er miklu erfiðara að halda því skipulögðu og þess háttar... reyndar er alveg böns af blaðadóti og fötum út um allt og vantar mig eiginlega bara líka skipuleggjara þegar ég pæli betur í því... þannig að nú eru tvær stöður lausar, heppin þið! ;)