þriðjudagur, júní 20, 2006

vá ég bara á erfitt með að komast yfir það hvað sumarið virðist ætla að vera fljótt að líða... strax kominn 20. júní og minna en tveir mánuðir þangað til maður verður í veldi dana... :S

júnísaumó var hjá anniku síðasta fimmtudag og var þetta ekkert smá flott hjá skvísunni og myndarskapurinn alveg í hámarki... enda ekki við öðru að búast þar sem þetta er nú einu sinni the one and only anikin ;) en já, góð mæting og gaman að sjá alla aftur...

ottó er að fara að útskrifast á laugardaginn og í tilefni þess keypti ég mér nýjan (aaaaltof dýrann!!) kjól og svaka töff hvítan stuttan jakka í smáralindinni í dag... maður verður nú að leyfa sér svona fríðindi annars lagið... reyndar keypti ég þetta ekki alveg því þar sem mamma er þessi gullmoli sem hún nú er, þá langaði henni að gefa mér nýtt dress og þetta var semsagt útkoman þó að ansi dýr hafi verið... :S en min mor er den bedste :) við erum svo að fara útað borða á skólabrú með famílunni hans þarna um kvöldið þannig að maður verður nú að vera smá fínn :P
allavega var ég voða sátt við þetta outfit...

en talandi um ottó þá fékk hann jákvætt svar frá sínum skóla í gær þannig að núna er viss alvara komin í þetta þar sem maður veit fyrir víst að maður er að flytja af landi brott... en er samt fegin að hann fékk svar svona tímanlega því þetta valt allt á hans skóla hvort við færum út eða ekki þannig að núna getur maður virkilega byrjað að leyfa sér að verða spenntur og allt sem þessu fylgir :)

kollegi mál ganga ágætlega... við fengum eitt tilboð um daginn en misstum AUÐVITAÐ af því... alveg okkar heppni! :D en já, þegar við fórum uppí bústað þar síðustu helgi litum við ekkert á meilið okkar áður en við lögðum af stað, enda áttum við ekki von á tilboði svona snemma, þannig að við misstum af því... við áttum nefnilega að láta vita fyrir sunnudaginn hvort við höfðum áhuga eða ekki, sem við höfðum! :( ALGERT KLÚÐUR!! þetta var einmitt eitt af þeim kollegium sem mér leist mjööög vel á... en þetta er víst búið og gert og það þýðir lítið að syrgja það... núna verður maður bara að fylgjast ennþá betur með og vera bjartsýnn :)

ætlum svo að panta flugmiða á eftir þannig að þetta er allt að koma til... :)

á morgun ætla ég svo að splæsa í mig brúnkusprayi á Lancome... hef alltaf verið sátt með útkomuna þaðan... og svo á fimmtudaginn ætla ég að skella mér í strípur og þá verð ég eiginlega bara ready fyrir hvað sem er! ;)

hehe og já... þeir sem eru að pæla í bíóferð þá mæli ég með keeping mum með rowan atkinson í aðalhlutverki... hún kom ekkert smá á óvart og hlógum við mikið yfir henni enda ekkert smá absúrd mynd! :D

laterz...