mánudagur, mars 05, 2007

þá er lestrarvikan mín byrjuð sem þýðir að ég þarf ekkert að mæta í skólann í þessari viku sem er heví næs enda ógeðsleg rigning búin að vera og að á vera eitthvað áfram...

erum búin að vera rosalega dugleg að nota hjólin okkar undanfarið enda algert æði að vera búin að fá þau loksins og geta farið að hjóla að viti... mæli með því!

annars er bara allt í gúddí hérna sko... ottó liggur svoleiðis yfir bókunum að ég hef aldrei vitað annað eins en það er bara flott hjá honum þar sem hann er að fara í endurtektarprófið á föstudaginn! hlýtur bara að fá 13 miðað við hvað hann er að leggja mikið á sig... :)

fórum í fest í kollegíinu hennar Laura sem er með mér í bekk á föstudaginn og var það alveg klikkað gaman... ótrúlega margir sem mættu og kreisí fjör... búin að eignast nýjann uppáhaldsdrykk sem heitir brunabíll eða brandbil! kom rosalega á óvart miðað við hvað við héldum að hann væri ógeðslegur þegar við heyrðu hvað væri í honum en surprise surprise... allir ættu að smakka hann! nammi sko... :Þ

foreldrar ottós ákváðu að skella sér til okkar þannig að þau koma í næstu viku... þau ætla að taka bíl og jafnvel keyrum við til jótlands til Esbjerg þar sem þau þekkja einhverja þar! það væri náttla bara brilljant sko... finnst jótland æði!

hmm.. hvað annað... jú er búin að fá sumarvinnu á leikskóla í Norðlingaholti eða á sama og Edda systir er að fara að byrja á og verður það ábyggilega rosa gaman! bara fegin að vera komin með vinnu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af því lengur! reikna með að byrja þarna um miðjan júní eða um það leyti þar sem við komum líklega heim þá einhvern tímann... :)



sumir eru sko strax farnir sýna prakkarann í sér og hann sem er bara rétt tveggja mánaða! heheh... en talandi um að vera BJÚTÍBOLLA!!

en jamm.. ætla að halda áfram að glápa 90210! :D