miðvikudagur, apríl 05, 2006

edda kom heim frá kúbu í dag og var stúlkan sú búin að næla sér í þónokkurn lit, enda fyrr mætti nú vera í 40 stiga hita! ;)það var víst rosalega gaman hjá þeim þarna úti og miðað við lýsingarnar væri ég alveg til í að fara þangað!!
en já talandi um brúnku þá skellti ég mér í ljós í dag og ég get svo svarið fyrir það að ég hef aldrei nokkurn tímann náð svona miklum lit! held að málið sé nýja olían sem ég notaði í dag ;) þegar við ottó vorum á kanarí í janúar þá keyptum við ógrynni öll af alls konar sólardóti, kremi og olíum og svoleiðis þar sem þetta var nú svo ódýrt þarna og ég var semsagt að prófa annan brúsa og þessi olía hefur líka svona rosaleg áhrif!! gaman að þessu, varð bara að deila þessum svakalegu fréttum með ykkur... heheh :P

horfði á 16. þátt af prison break í gær... ætla lítið að segja um hann... en var að heyra að það væri víst búið að semja um að gera seríu nr. 2.. veit ekki alveg hvað mér finnst um það sko... held að það gæti verið einum of, þá hljóta þeir að þurfa að teygja lopann ansi mikið og ég er ekki viss um að þeir geti haldið svona góðri spennu yfir svona marga þætti í viðbót... en welll... það verður víst bara að koma í ljós... annars finnst mér þessir þættir bara með þeim allra bestu sem ég hef fylgst með.... botna ekkert í fólki sem segist ekki geta sett sig nægilega vel inn í þá, það er bara rugl sko!! ;)

er búin að fá tvo pakka í vinnunni útaf leynivinavikunni... er búin að fá toblerone og 6 ilmkerti í pakka... voða huggó ;) það verður spennandi að sjá hver leynivinurinn er þar sem mig grunar eiginlega engann... sá engann koma með pakkana né neitt þannig að þetta er spennó :P

fékk í dag bréf frá enn einum skólanum í DK um að umsóknin hafi borist... þannig að allar mínar umsóknir eru komnar á áfangastað :) nú er bara að bíða fram í byrjun ágúst...

en já... það er einhver svakaleg þreyta í gangi núna í mér þannig að ég nenni ekki að skrifa meir í bili...
hafið það gott sykurpúðar!! :*

mánudagur, apríl 03, 2006

1. apríl var í gær og einhvern veginn gleymdi ég að standa mig í stykkinu og hrekkja einhvern... annars tókst engum að láta mig hlaupa 1. apríl, enda er ég alveg farin að þekkja aprílgöbb útí gegn :P heheh... no way you can fool me!

helgin búin að vera róleg og fín...

föstudagurinn fór mestmegnis í lærdóm, við ottó kíktum reyndar útí í smá ísbíltúr og tókum Elizabethtown á leigu... hef aldrei getað fengið ottó til að horfa á svona mynd með mér áður by the way, og fæ hann líklega aldrei aftur til þess... hehehe... hann sofnaði yfir henni áður en hún var hálfnuð takk fyrir! reyndar fannst mér þessi mynd alveg ótrúlega slök og eiginlega bara leiðinleg.. mæli bara með henni útaf einni ástæðu og það er að sjálfsögðu útaf augnkonfektinu orlando bloom ;) en já, þessi mynd fær ekki góða dóma hjá mér...

svo þurfti ottó að vakna klukkan hálf 6 laugardagsmorguninn til að skutla foreldrum sínum útá flugvöll en þau eru núna að spóka sig um á benidorm!! ég svaf bara áfram enda þurfa stelpur nú sinn beauty sleep ;) svo var bara kíkt aðeins í bónus og lært og lært og lært aðeins meira...
jóna og gústi buðu okkur í grillmat um kvöldið þar sem það var svo mikið rauðvín frá helginni áður, semsagt úr veislunni hjá gústa... og það var rosa gaman hjá þeim, rólegt og fínt og svo bara snemma heim :)

í dag fór ég svo að búðarstússast með henni múttu minni! hef ekki gert það í ótrúlega langann tíma og var ég hálfpartinn búin að gleyma því hvað það er æðislegt að fara á búðarráp með henni :) gaf hún mér MAC púður sem ég var lengi búin að ætla að kaupa og fullt af öðru dóti, hún mútta mín er sko algert yndi! :)
svo bauð hún mér og ottó á ruby tuesday og skelltum við okkur þrjú á rubys og vá hvað fórum öll þaðan södd út!! ég bara man ekki eftir öðru eins! heheh :D

lærdómurinn... jújú hann gengur ágætlega... eftir mánuð verð ég búin með 2 próf og ætla ég að reyna að skipuleggja mig aðeins betur fram að prófum... ætla að taka mig til og skrifa niður hvað ég ætla að lesa og hvað ég ætla að vera búin með hvern dag fyrir próf, vona að ég geti staðið við það skipulag :)

kollegimál... erum komin niður í númer 87 á einum biðlista og það er náttúrlega bara frábært og vonum við að þetta haldi áfram að ganga svona vel :)

heilsufar... er öll að koma til... orðin góð af nefstíflunni en samt með einhver óþægindi í hálsinum, ætla að reyna að fara að koma mér til háls-nef og eyrnalæknis og láta hann kíkja á hálskirtlana.. mig grunar að eitthvað sé ekki alveg í lagi þar... en það kemur vonandi bráðum i ljós :)

bið að heilsa í bili... :)