laugardagur, nóvember 01, 2003

Já ég semsagt átti afmæli í dag... ég er semsagt orðinn 19 ára vitleysingur :D byrjaði að fá hamingjuóska sms akkúrat á miðnætti og svo var síminn á fullu fram eftir degi... fékk meiri að segja sms og upphringingar frá fólki sem ég átti ekki beint von á að fá frá... en það var nú bara gaman að því... veit ekki um neina manneskju sem gleymdi mér... enda eins gott fyrir þá!! hehe neinei segi nú bara svona! eða jú reyndar... mamma gleymdi því... fattaði það svo 20 mínutum eftir að ég var vöknuð... er það nú sko... hmm.. :D svaka stuð í skólanum í dag... sungið fyrir mann og alles í sálfræðitímanum sem lífgaði reyndar svolítið uppá langann tímann.... svo þegar ég kom heim byrjaði heimasíminn líka að hringja... algert símavændi mætti halda.. :D svo komu gestir og þegar þeir voru farnir dró mamma mig með í búðarleiðangur til að finna afmælisgjöf handa mér... ( fann nú ekkert spes samt) og svo um kvöldið bauð mamma mér og Eddu út að borða... rosa fínt allt... svo bara tók ég því óeðlilega rólega miðað við að þetta er nú ég... horfði á idolið og svo komu Haffi og Krissi með pakka handa mér, geðveikt flott enda er ég ekkert smá ánægð með hann ;) thanx guys!

miðvikudagur, október 29, 2003

Merkisdagur eftir 2 daga!! getið nú....
Annars ætla ég bara að taka því rólega þá... enda verður tekið á djamminu á laugardaginn :D fyrsti föstudagurinn í LANGAN tíma sem ég stefni á að vera bara heima eða eitthvað álíka... nema einhver stingi uppá einhverju heví sniðugu sem ég bara get ekki neitað :D hehe!

þriðjudagur, október 28, 2003

You're Perfect ^^
-Perfect- You're the perfect girlfriend. Which
means you're rare or that you cheated :P You're
the kind of chick that can hang out with your
boyfriend's friends and be silly. You don't
care about presents or about going to fancy
placed. Hell, just hang out. You're just happy
being around your boyfriend.


What Kind of Girlfriend Are You?
brought to you by Quizilla

jahá.... gaman að því...
Við Dóra erum nú alveg ferlegar sko í þessum skólamálum!! ætluðum að vera geðveikt duglegar að læra saman í gærkvöldi en það fór náttúrlega eins og það fer alltaf þegar við ætlum að læra saman.... Förum alltaf að gera eitthvað ALLT annað sko.... vorum bara eitthvað að flippast og læti og svo ákváðum við að kíkja bara smá á rúntinn með rúntfélögunum miklu sko :D hehe! Vorum náttúrlega engan vegin tilbúnar í þetta próf í dag þannig að við tökum það bara í næstu viku, sem er betra...