Ekki voru nú dagarnir á klakanum lengi að líða! Vorum líka alltaf einhvers staðar að gera eitthvað og hitta einhverja skemmtilega! :P náðum að hitta eiginlega alla, eina sem ég náði ekki að gera var að ég náði ekki að reka nefið inn til Völu og Andra :( en þau eru sem betur fer væntanleg á næstunni ;) annars var tíminn á íslandi alveg æðislegur og höfðum við það eiginlega bara einum of gott en það má alveg svona um jólin... hehe! ;)
Fékk ótrúlega margt og fjölbreytt í jólagjöf eins og pening, föt, náttföt, nærföt, skartgripi, geisladiska, matreiðslubækur, æfingadót, snyrtidót, lopapeysu, ilmvötn, krem, saumadót, krullujárn, bollasett, trefil og fleira sem ég man ekki alveg í augnablikinu! Klikkaðar gjafir, allar með tölu! Enn og aftur bara takk æææðislega fyrir mig :*
Núna erum við komin aftur í baunalandið þar sem er hlýtt, ENGINN vindur og farið að vera lengur bjart :)
Danirnir byrjaðir að sprengja á fullu og verður eflaust mikið fjör í kvöld... förum til villa bró og olgu í hróaskeldu og verðum með þeim! Kannski að við tökum á móti litlum bumbubúa þar sem olga er sett á 6. jan en er farin að finna rækilega fyrir verkjum þannig að kannski bara kemur hann í kvöld eða nýársdag... 01.01.07 - ekki leiðileg kennitala fyrir gæjann! ;)
Fórum í gær að skila peysu sem ég fékk í jólagjöf þar sem það var gat á hliðinni og var það eitthvað svaka vesen þar sem ég var ekki með kassakvittun... common, þetta er jólagjöf, það er ekki eins og maður gefi kassakvittananir með í jólapökkunum! Mættu væra aðeins meira líbó svona rétt eftir jólin!! En þetta hafðist þó að lokum, bara mótmæla nóg þá hefst allt ;) hehe!
Stóðst svo ekki mátið og missti mig í barnafötunum, meiri að segja ottó var að tapa sér, þetta var allt svo krúttlegt og sætt :D en keyptum rosa sætan galla á hann, svona gæjalegur íþróttagalli! *** verður alveg brjálaður töffari í honum! ;)
Fórum svo í tívolíð í gærkvöldi þar sem það var síðasti dagurinn sem það er opið í bili... allt voða fínt skreytt og voða kósi að labba þarna um! Tókum nokkrar myndir sem detta inn á myndasíðuna við tækifæri :)
Annars segi ég þetta bara gott í bili og verður þetta síðasta bloggið mitt... á þessu ári ;)
Vona að allir hafi það sem allra allra best í kvöld...
happy new year elskurnar!!