sunnudagur, janúar 16, 2005

Þá er enn önnur helgin að baki og ný vinnuvika framundan! Flensan er kannski það sem hefur verið fyrirferðarmest í vikunni og er ástandið á leikskólanum alveg svakalegt sko! Börnin nánast öll fjarverandi og ekki er starfsfólkið í betra ástandi og hef ég þurft að skila og loka alla vikuna sem er nú samt alveg í góðu... en ég hef sem betur fer sloppið við þessa flensu enn sem komið er, enda ekki þekkt fyrir að vera mikið veik :) 7-9-13!!
Heyrðu já svo byrjuðum við Skafti í dansinum á fimmtudaginn og vá! þetta var sko skemmtilegt! bara einn tími búinn en við strax orðin dansióð enda greinilega meðfæddir danshæfileikar sem við búum að!! ;) heheh! en já semsagt 1 down - 13 to go! Skafta tókst samt að snúa eitthvað smá upp á ökklan í gær en vonandi ekkert alvarlegt þar á ferð :)
Í gær var litið í bæinn eða já allavega endað þar... Við Annika og Dóra kíktum út á Álftanes að hitta strákagengið og vorum við þar í dágóðann tíma... og haldiði ekki svo bara að leiðin hafi legið á fjörukránna í Hafnarfirði!! kostaði 800 kr inn og sénsinn á að við stelpurnar hefðum borgað okkur þar inn eru akkúrat ENGAR!! en Egill splæsti hvorki meira né minna á okkur þannig að ekki var aftur snúið þaðan! við vöktum enga smá athygli þarna inni, enda kannksi alveg skiljanlegt miðað við að meðalaldurinn aldurinn þarna inni hefur verið svona 63 ára eða þar um bil... :S en eftir stutta viðveru þar fórum við loksins í bæinn... þar sem okkar staðir eru!!! :D heheh! engin fjörukrá neitt takk fyrir! var nú frekar stutt samt í miðbænum og um 3 hálf 4 lá leiðin heim á við og var það bara fínt, því næstum um leið og ég settist í bílinn hjá Ottó byrjaði þessi líka svaðalega rigning!! en ég slapp... hí á ykkur hin ;P heheh!
sjáumst englabossarnir mínir!!