föstudagur, desember 12, 2003

Fór með pabba að versla í gær og ákváðum við að kaupa bara jólatréð núna þannig að það væri bara búið þegar hann kæmi næst í land en hann fór einmitt í morgun.... fórum í blómaval og keyptum eitthvað lítið og sætt ! fórum svo heim með hraði því ég var að fara með Eddu, Hörpu, Sigga og Kötlu út að borða í gærkvöldi og svo kíktum við bara aðeins á Kaffi Vín... ekki er nú hægt að segja að mikið hafi verið að gerast þar... ætluðum sko að fara í verslunarleiðangur en hættum við og changed our plan sko :D Fór svo til Ómars og var bara að koma heim akkúrat núna og ætla bara að drífa mig í sturtu og svo út aftur ! verð að drífa mig í þessum jólagjöfum.. svo ætlum við Dóra auðvitað að mæta til Hildar í kvöld og tjúna upp stuðið ! :D svo er náttúrlega afmælið hjá hinni Hildinni á morgun og kíkir maður auðvitað líka þangað, þannig það er alveg hellingur um að vera hjá mér núna sko og er allt jólafríiið mitt eftir að vera svona busy á ég von á... en það er þó skárra að hafa of mikið að gera heldur en of lítið finnst mér allavega ;P

miðvikudagur, desember 10, 2003

JEIJ !!! Auður er búin í prófum !!!! vá og mér gekk nú alveg nokkuð vel í morgun í íslenskunni aldrei þessu vant og nú er bara að bíða og sjá hvort maður nái þessu ekki bara :)
vá það er ekkert smá stuð að vera komin bara í jólafrí.... þarf að fara að kaupa jólagjafir og læti.... en ég hef nú bara gaman að því þannig að það verður bara fjör... reyndar lendi ég alltaf í vandræðum með að kaupa gjafir handa strákum... mér finnst bara eitthvað svo takmarkað sem hægt er að gefa strákum... miklu auðveldara að kaupa gjafir handa stelpum finnst mér :D en ég finn nú eitthvað hlýtur að vera, ég geri það nú yfirleitt ;)
anyways... ætla að kíkja til Dóru annars núna og við munum væntanlega gera eitthvað af okkur eins og við erum vanar :D
gangi ykkur bara vel í prófunum, þið sem eru enn að baggsast í gegnum þau ;)

sunnudagur, desember 07, 2003

Það mun líklega taka mig nokkra daga að laga til í þesu blessaða herbergi mínu... var ekkert smá bjartsýn áðan að ég gæti bara klárað þetta af einn, tveir og þrír en það er víst hægara sagt en gert.... enda ekki neitt smá herbergi :S og ekki flýtti það fyrir mér að síminn er búinn að vera rauðglóandi hérna sko ... en það er bara stuð ;) get alltaf tekið mér pásu til að tala við skemmtilegt fólk :)
Anyways... við megabeibsin ( við Dóra sko :D) ákváðum að skella okkur í borgarnesið bara á laugardagsnóttina.... semsagt kíkja smá á strákana í bústaðinn.... tókum svo Solveigu og Hildi með okkur og varð þetta hið skemmtilegasta ferðalag á okkur :D létum þá ekkert vita að við værum að koma og sögðum þeim að það væri strippari á leiðinni og þeir voru það fullir að ég held að þeir hafi alveg trúað því sko :D voru samt ekkert smá ánægðir þegar við birtumst þarna ! reyndar allt kolvitlaust hjá strákunum.... Krissi fékk glerbrot í fótinn og Patti ákvað að ráðast bara á Kalla og kýldi hann í magann og læti, og Kalli skallaði rúðu sem brotnaði náttúrlega og svo fengu Haffi og Hjalti grill úr næsta bústað "lánað" og rústuðu öllu sem hægt var að rústa ....
Við Dóra tókum því svo bara rólega í gær og skelltum okkur í bíó..... master and commander varð fyrir valinu ! fórum eittthvað að vesenast í apotekinu áður til að kaupa ýmislegt... sem við eigum nóg af allavega núna í öllum sortum og gerðum ;) hehe ekkert nánar útí hvað það var.. hmm... ;P en allavega við vissum ekki hvað málið var með öryggisvörðinn maður... hann elti okkur á röndum, við náttúrlega erum sko með þjófa lúkkið uppá 10 ekki satt... :D