er reyndar frekar heppin með það, að ég fæ væntanlega næga sól í ágúst þegar við förum til DK enda alltaf ansi heitt á þeim tíma sem við förum... þannig að ég fæ allavega einhverja sól, get huggað mig við það ;)
mér er annars farið að hlakka ofsalega mikið til að flytja út, kannski aðeins of snemma í því en ég get barasta ekkert af því gert.. tilhlökkunin er alveg svakaleg... :) það spilar kannski líka inní að mér er farið að hlakka til að flytja inn í mitt eigið húsnæði, sama hvort það verður kollegi eða önnur íbúð, mig er bara farið að langa í sér svæði fyrir okkur ottó þar sem við getum staðið á okkar eigin fótum og prófað alvöru lífsins saman... efast samt ekki um að það verði tilbreyting að flytja að heiman þar sem maður býr að hinum ýmsu þægindum en þetta er eitthvað sem er alveg orðið tímabært, allavega í mínu tilfelli :) mig er ótrúlegt en satt farið að hlakka til að sjá um mitt eigið heimili, gera það kosý eftir okkar höfði, þurfa að ákveða hitt og þetta og sjá um okkur sjálf algjörlega af sjálfsdáðum! svona er ég nú að verða gömul.... hehehhe ;)
en yfir í eitthvað annað...
fór með bílinn minn um daginn til að láta skipta yfir á sumardekkin og skildi hann bara eftir á verkstæðinu meðan við ottó vorum í skólanum... allt í góðu með það, en svo þegar ég kom og ætlaði að sækja hann rétt fyrir lokun kom í ljós að þeir vissu ekki um lykilinn að bílnum! fullt af pólverjum að vinna þarna sem skildu ekki bofs í þessum íslensku og vissu ekkert hvað var í gangi... einn gaurinn sagði að lykillinn ætti bara að vera í bílnum eins og þeir gerðu við alla bíla ( hvað er samt málið með það?! ekkert mál að setjast upp í hvaða bíl sem er og keyra í burtu með þessu fyrirkomulagi!!) en hann var þar hvergi sjáanlegur... bíllinn opinn út á plani og þessvegna hefði einhver geta farið inní bílinn og tekið lykilinn, en það er kannski frekar ólíklegt þar sem að viðkomandi hefði þá örugglega frekar bara sest inní bílin og ekið burt... heheh.. en já... eftir frekar langann biðtíma fannst hann sem betur fer, í einhverjum vinnugalla þarna á svæðinu! pælið samt í lélegum vinnubrögðum...
en já... það er alveg ótrúlegt hvað ég er búin að haldast við lærdóminn síðustu vikurnar og botna ég ekkert í sjálfri mér... vissi ekki að ég hefði þetta í mér... heheh ;) ég er semsagt búin að vera lýmd gjörsamlega við bækurnar og hvorki séð famíluna mína né vini í allt alltof langann tíma! :( :( mér hlakkar alveg rosalega mikið til þegar síðasta prófið mitt er búið, þá getur maður loksins farið að lifa aftur en svo er spurning hvort ég hafi ekki gleymt því bara, hehehe... úff nei held að það sé sko engin hætta á því!! :P
en fyndið samt hvað kaffi og eyrnatappar hjálpa manni mikið í þessum próflestri... heheh og já, ég er semsagt farin að kunna að nota eyrnatappa eftir smá leiðsögn ;) bara klaufinn ég sem kunni þetta greinilega ekki... en ég læri mun betur með eyrnatappana og eftir smá kaffi er ég ready fyrir hvað sem er ;)
en eitt af því fyrsta sem ég mun taka mér fyrir hendur er að laga til í herberginu mínu... búin að lofa múttu því enda ef það hefur einhvern tímann verið þörf fyrir það þá er það núna! hef náttúrlega ekkert verið heima hjá mér svo lengi þannig að ég hef ekkert geta gert í því en því verður breytt eftir prófin... :) ætla sko líka að skella mér í góðann ljósatíma til að endurheimta litinn sem ég var loksins kominn með...
annars er svo margt eitthvað sem ég þarf að gera áður en ég byrja að vinna en mjög tæpt að ég nái því öllu þar sem ég byrja að vinna 15. maí og síðasta prófið mitt er 11... semsagt bara einn virkur dagur þarna sem ég næ að fara að útrétta... þarf að fara til tannlæknis, háls-nef og eyrnalæknis, heimilislæknis, augnlæknis og svo stússast eitthvað meira... já vá, var ekki búin að pælí öllum þessum læknum sem ég þarf að fara til á þessum eina degi!! öss þetta verður nú meiri törnin þennan dag... en svona er þetta víst.. ekkert betra að geyma þetta :)
úff, horfðum á 19. þátt af prison break í gær og vá... hvernig er hægt að gera þáttaröð þar sem hver einasti þáttur er svo spennandi að maður getur varla horft á hann?! það er ekki einn þáttur sem hefur brugðist og maður hélt að þeir færu kannksi að minnka spennuna eftir því sem á líður en nei aldeilis ekki!! þið sem eruð að fylgjast með á stöð 2 eigið sko von á góðu næstu vikurnar!! ég get varla beðið eftir næsta...
en já...
ausa pausa kveður að sinni :P