laugardagur, apríl 24, 2004

Þá er dimmisjón bara búið dæmi... eftir fjögur ár var komið að okkur að skemmta samnemendum okkar með "hæfileikum" okkar og vá hvað atriðið heppnaðist vel ! horfðum á upptöku af þessu eftirá og allir voru bara orðlausir því við vorum eiginlega svolítið hissa hvað þetta var flott ! ;) en já, svo var það náttúrlega tilheyrandi djamm í gær og vá.... maður var nú orðin VEL skrautlegur... en það er auðvitað bara stuð og fjör ! byrjaði fjörið hjá Ásrúnu og Helga og eftir heljarinnar tjútt þar lá leiðin bara niðrí bæ, á stað sem dyravörðurinn vissi ekki einu sinni hvað hét... fórum nú þaðan yfir á Gaukinn þar sem við lendum nú ansi oft og eftir það var það bara röltið með noooookkrum stoppum hér og þar... ;) það vantaði ekki frakkana niðrí bæ, hvert sem við snérum okkur voru frakkar og heimtuðu nokkrir þeirra að fá að taka myndir af okkur, hinum fögru fljóðum... hehe ;P en já svona djóklaust þá voru þeir nú ekki alveg MEIKA það sko....
svo á að draga mann með í barnaafmæli á eftir... eins mygluð og ég er ! þannig að það væri kanski ráð að fara að fríska sig aðeins upp ! later...

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Þá er maður eiginlega komin í helgarfrí... sem er AFAR ljúft :P 4 dagar og enginn skóli er náttúrlega bara málið ! svo var Dóra að redda manni frímiða á ball í kvöld á Broadway og Auður segir nú ekki nei við svoleiðis flottheitum og verður fjör á manni eitthvað frameftir nóttu.... ;) svo er það auðvitað dimmisjón djamm á föstudaginn og verður VEL tekið á því.... hugsa að ég verði víst að draga tilbaka það sem ég sagði um að taka mér smá djammpásu fyrir prófin... því á laugardaginn er manni boðið í partí uppí Borgarnesi, veit nú ekki alveg með það eins og er en það kemur nú betur í ljós seinna....
en jæja já... verð víst að fara að finna mig til og koma mér í gírinn ! ;)
ciao babes

mánudagur, apríl 19, 2004

þvílíkur léttir að vera búin með þennan klukkutíma fyrirlestur en hann gékk líka svona alveg ljómandi vel í þokkabót !! :) þá eru öll svona stærstu og mikilvægu verkefnin búin og sól úti og allir hressir og kátir sem er auðvitað hið besta mál enda sumarið að nálgast og bara nokkrir skóladagar eftir sem er alveg mjög nice... flestir sem ég veit um komnir með skólaleiða !
svo er spurning hvort smá tjútt verði á föstudaginn, það er allavega inní planinu og er pæling hvort ég skelli mér ... ekki spurning að ég geri það ef ég verð MEGA dugleg að læra alla þessa viku enda nóg eftir... en já ég ætla semsagt að fara ef allt stenst... þá er það ákveðið ! ;) en hey já, það er víst bara mánudagur í dag já.. kanski aðeins of snemmt að byrja að ákveða næstu helgi ... :D en það er bara stuð :P

sunnudagur, apríl 18, 2004

það var alveg þokkalegt fjör á Skímó í gær enda ekki við öðru að búast ! við Dóra og Hjalli hittum bara Karó og Anniku á Gauknum um tólf leytið minnir mig en strákarnir stigu þó ekki á svið fyrr en að ganga í tvö, en það var nú heldur betur alveg hægt að skemmta sér fram að því !! ;)
svo er það bara klukkutíma fyrirlesturinn í íslensku á morgun sem ég verð víst að fara að undirbúa...
heldur stutt blogg hjá mér núna en reyni að fara að bæta úr því :P