Well... kominn tími til að skrifa eitthvað.
Fimmtudagurinn í síðust viku var gleðidagur þar sem að þá hófst efterårsferien hjá okkur Ottó!
Föstudagskvöldið síðasta komu Bjarni og Edda í mat til okkar og komu þau með rósavín og SÚKKULAÐIBJÓR! Jebbs allt er nú til... en gaman að smakka öðruvísi bjór... ;) allavega, eftir mat skelltum við okkur í tívolíið en það var opnað síðasta föstudag og verður opið í viku þar sem það er frí í flestum skólum landsins! Þar var búið að skreyta allt með graskerum þar sem það er halloween þema í gangi núna og var rosalega huggulegt að labba þarna um þar sem umhverfið var öðruvísi en venjulega... reyndar er nú alltaf bara gaman að labba þarna um en allavega! ;)
Settumst svo inn á einhvern pöbb þarna rétt hjá, fengum okkur einn kaldann og hlustuðum á trúbadór sem virtist kunna allt bara!
Laugardagurinn fór í lærdóm og LOST sem ég botna b.t.w. EKKERT lengur í og er alveg á mörkunum að hætta að horfa á það ef það fara ekki að koma fleiri svör!
Nóttin fór svo í uppköst! Gaman það.....
Þar sem ég náði afar takmörkuðum svefni laugardagsnóttina sváfum við frameftir degi og vöknuðum þegar við sáum fram að það að það þýddi enga meiri leti þar sem Villi og Olga voru boðuð í mat þarna um kvöldið...
Okkur tókst að töfra fram rosalega góðan mat með ekki síðri eftirrétt að þeirra mati og allir veeel sáttir! :P svo var það bara kósí kvöld! :)
Við höfum ekkert verið í skólanum þessa vikuna útaf þessu haustfríi og er það heví næs að vera bara hérna heima að læra... ekki þurfa að sitja í lestinni í ca. 45 mín til þess að mæta í einn tíma í skólanum og eyða svo jafnlöngum tíma í ferðina heim aftur! Erum búin að vera frekar dugleg að læra, reyndar ansi mikið slugs á mánudag og þriðjudag en tókum okkur svo á, þar sem við höfum eiginlega bara því miður ekki neinn tíma í slugs! :( Ottó þarf að lesa ótrúlega mikið fyrir svona miðannarpróf sem er á mánudaginn og ég þarf að skrifa tvær ritgerðir sem ég þarf að skila eftir fríið... er b.t.w. ekki byrjuð á þessari seinni þar sem þessi fyrri er búin að taka svo fáranlega langan tíma! :( þannig að þessi vika er engan veginn frí fyrir okkur...
Ég get ekki annað en hlegið af þessum dönum hérna... forsíðan á tveimur dagblöðum hérna í gær (og grein um þetta er væntanlegt í næsta danska cosmopolitan) var sú að kona forsætisráðherrans var tekin í því að hafa gengið opinberlega um með falska louis vuitton tösku (svona eins og maður getur keyptt allsstaðar á kanarí fyrir slikkerí!) og hefur þetta vakið upp þvílíkar umæður eins og það að hagnaður sem verður af fölsuðum vörum eins og þessari tösku fari í hryðjuverkastarfsemi og því um líkt! Þannig að ef hún hefur sjálf keypt hana er hún væntalega að ýta undir svoleiðis...! Oh my... Fyrr má nú velta sér uppúr hlutum...!
Karó átti afmæli í gær og varð skvísan 22 ára... enn og aftur til hamingju með það sykurpúði! :* u know I luv ya bönch og mig hlakkar svo til að fá ykkur Anniku hingað til mín! Það verður svooo gaman ;)
Ýkt leiðinlegt samt að Dóra komist ekki með... en þar sem ég er svona ofboðslega skilningsrík eins og ég er, þá eru no hard feelings, but you better come ASAP baby cause I miss u!! ;)
Svo eru Vala og Andri að plana ferð hingað í febrúar...! ekki satt?! ;) hehe það væri allavega stuð!
Ef það eru fleiri á leiðinni, endilega let me know... ;)
Mér er annars alveg óheyrilega farið að langa að kíkja á skvísuna mína í Sverige... miss you sooo! verð að fara að leita að ódýrum lestarferðum og finna góðan tíma fyrir það... upphaflega var jú planið að fara á George Michael í Stokkhólmi núna í lok nóv. en það plan datt upp fyrir sökum fjárhagsskorts og fleira, þannig að ég þarf að plana eitthvað nýtt! :)
Hehehhe! þetta eru víst mínar look-a-likes, allavega með þessari mynd! ;)
Jamms, en ritgerðirnar kalla vist...
Góða helgi kleinurnar mínar! :*