laugardagur, júlí 09, 2005

Ég skellti mér í World Class í Laugum í morgun, ákvað að prufa eitthvað nýtt... er eiginlega komin með nóg af Baðhúsinu í bili þó að ég hafi ekkert nema gott um þá stöð að segja... allavega ég fór og keypti mér vikupassa svona til að byrja með, og svo þarf maður að skanna inn augað sitt til að komast inn, engin kennitala eða svoleiðis, en nei haldiði ekki bara að tölvan hafi neitað mínu auga aðgang! Þetta gekk alveg um leið hjá Stellu sko... Strákurinn reyndi aftur og aftur að koma mínu auga inn í kerfið og ég var farin að halda að linsurnar mínar væru eitthvað að trufla en það átti víst ekki að vera. Hann opnaði bara fyrir mér og ég kom svo aftur til hans eftir púlið og þá gekk þetta loksins eftir dágóðann tíma! alltaf eitthvað vesen á mér en strákurinn var svo almennilegur að ég held að ég hafi nú ekki valdið neinum usla! :D En já mér leist alveg ljómandi vel á þetta og hugsa að ég kaupi mér bara árskort þarna eins og staðan er núna... ætla reyndar aðeins að kíkja í Hreyfingu í viku eftir þetta en hugsa að ég endi samt í World Class :)

Fór svo að kaupa bensín og ákvað að leyfa Stellu að dæla þar sem henni bað um það og ég geri það nú ekki aftur! híhíh nei nei, en allavega þá fór hún að dæla og ég bara beið inní bíl og svo kom hún inn og sagðist vera búin og ég bara keyrði af stað... Svo var ég komin í vinnuna hennar Stellu, var að skutla henni þangað, þá leit í hliðarspegilinn og sé að flippinn á bensíntanknum stendur út, er semsagt opinn... ég spurði stellu hvort hún hafi ekki lokað og hún stökk út úr bílnum og leit á það og sagði svo ekkert smá rólega " Auður, það vantar líka LOKIÐ!" ég hugsaði bara að þetta væri svo ekta Stella að það væri varla fyndið! en við semsagt keyrðum aftur á bensínstöðina og fundum lokið surprisingly, átti nú eiginlega ekkert von á því... en allt er nú gott sem endar vel :)

Nú er ég bara ein heima, gamla settið í Danmörku til þriðjudags, þannig að það er búið að vera afskaplega rólegt hjá mér... bara tjill í gær en svo verður sko tjúttað í kvöld... maður er ekki einn heima fyrir ekkert! ;) stefnum svo í bæinn... og eitthvað hef ég nú á tilfinningunni að það verði kíkt á Hressó.. ha hmmm! :D

Ömurlegt með hryðjuverkin í London, alveg finnst mér hræðilegt hvað það eru til geðbilaðir einstaklingar þar sem líf þeirra gengur ekki útá neitt annað en að hefna sín og drepa eins og þeir geta! Þrátt fyrir að vera svona crazy eru þetta einstaklega klárir menn sem standa bakvið þetta, það er ekki vafamál enda var þetta alveg þrælskipulagt hjá þeim... spurning hver verður næst, þeir eru nú búin að hóta að það verði Róm eða Kaupmannahöfn en ég veit það nú samt ekki... það er ábyggilega eitthvað plott hjá þeim... er samt hrædd um að þessar borgir sleppi ekki en hugsa að einhver önnur verði fyrir valinu, einhver sem maður bíst kannksi ekki alveg við. Mér er samt alveg einstaklega illa við að þeir séu að hóta þessu með Köben enda mikið af mínu fólki sem býr þarna og bróðir minn þarna í næsta nágrenni og ég sem var að hugsa um að flytja til Köben á næsta ári... Læt náttúrlega ekki eitthvað svona koma í veg fyrir það en það er samt sem áður óhuggulegt að eiga von á hryðjuverkum þar sem maður er staddur!

En já... sjáumst í bænum í kvöld babes!

ciao :*

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Ég á svo yndislegustu systir sem hægt er að hugsa sér að það hálfa væri nóg! :D fyrir utan einfaldlega að vera svona frábær eins og hún er ávalt, þá var hún að koma heim frá Bandaríkjunum núna í fyrradag og ég get svarið fyrir það að hún hefur ábyggilega keypt meira fyrir mig heldur en sjálfa sig... ok kannski ekki alveg, en allavega nálægt því! Ég fékk helling af bolum, hver öðrum flottari, nærföt frá Victorias secret og ilmvatn þaðan líka, svart töff buxnapils einhvern veginn með svaka blúndustreng yfir mjaðmirnar og eitthvað meira dútl! allt alveg ótrúlega flott :)

Núna eru bara 7 vinnudagar í sumarfrí og er mikil tilhlökkun í gangi... veit samt eiginlega ekki hvað ég get gert af mér í þessar tvær vikur fyrir utan þjóðhátíð náttúrlega, það er enginn annar í sumarfríi á sama tíma og ég þannig að þetta verður eitthvað skondið... kíki örugglega eitthvað austur og jafnvel bara norður til láka ef því er að skipta :) maður hlýtur nú allavega að finna sér eitthvað til að dunda sér við!

Svo styttist nú óðum í verslunarmannahelgina og vorum við svo heppnar að panta tímanlega með herjólfi þannig að við fengum sætin sem við vildum :) núna er orðið uppselt tilbaka á mánudeginum þannig að við sluppum naumlega!
Hvet ég alla að kíkja til Eyja enda verður þetta pottþétt stuð og fjör eins og alltaf ;)

23 dagar....