föstudagur, febrúar 28, 2003
Dora has just left the building!! :D og ek nennti ég að fara að sofa né læra þannig að ég ætla bra að skrifa smá hér ;D Lenti í MJÖG furðulegu atviki í dag :S Dóra og ég vorum að labba heim til hennar þegar gamall kall með engin smávegis gleraugu stoppar okkur og spyr okkur " eruð þið kunnugar um hvort Mississippi er í Bandaríkjunum?" við héldum það nú og þá fór hann eitthvað að tala um að þar væri á og í henni væru sko krókódílar sem gætu étið bra allt og alla eins og það leggur sig :D og við stóðum bra þarna eins og illa gerðir hlutir að hlusta á greyið kallinn og vorum að berjast við að springa ek úr hlátri sem var MJÖG erfitt og svo þegar við löbbuðum af stað frá honum þá sprungum við endanlega !! :D þetta var bara skondið!! héldum að hann ætlaði að fara spyrja til vegar en nei.... :D svona er lífið oft fyndið!! ;D
miðvikudagur, febrúar 26, 2003
TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ EYÞÓR!!! hitti hann bra ekkert í skólanum í dag til að óska honum til hamingju...:( og hef svo ekki hugmynd um hvort hann eigi eftir að sjá þetta en allavega!! :D núna væri kannski sniðugt hjá mér að kíkja soltið í bók fyrirprófið á morgun... hmm... eða kanski bra fara að laga til... pabbi sagði að tölvukallinn myndi að koma um eitt og bað mig vinsamlega um að vera búin að laga til uppi hjá mér og þar sem ég kom heim 5 mín í eitt þá VARÐ ég barasta að henda öllu inní skáp og þannig að núna er ég að pælí að fara að taka útúr skápnum og kannski laga aðeins til...
þriðjudagur, febrúar 25, 2003
sunnudagur, febrúar 23, 2003
Þá er árshátíðin búin og það var svo ÓTRÚLEGA gaman fannst mér !! Byrjuðum á því að hittast öll og fara á Ítalíu að borða og það var fínt en fattaði þá að ég var ekki með nein skilríki þannig að Dóra bauðst til þess að þau ( hún og boyfriendið) myndu skutlast heim til mín og sækja það, alltaf jafn sæt :) Svo fórum við í partíið til Hildar og þar var súper stemning :D svo lá leiðin á ballið.... Ég og Karó vorum ansi duglegar að fara hring eftir hring til að kíkja á fólk og við sáum alveg fullt af sniðugu fólki :D Svo týndist ég víst í nokkurn tíma og margir bara farnir að leita af mér en svo fannst ég víst :D hehe... ótrúlegt fjör sko!! ;) Flestum fannst gegt gaman þannig að þetta var bara megafjör :D Á föstudaginn var ég svo OFUR hress miðað við ástandið kvöldið áður og skellti mér bara í búðarráp og keypti mér gegt sætann bol í H & M :) Á föstudagsnóttina skellti ég mér á rúntinn með Brynhildi og svo vorum við stoppaðar af löggunni sem tók alveg svakalega u- beygju til að stoppa okkur :D Kallinn var eitthvað að spyrja hvort þetta væri bara venjulegar sígarettur og það var það og svo spurði hann Brynhildi hvort hún væri búin að drekka eitthvað um kvöldið en hún svaraði neitandi og þá sagði kallinn " já þið voruð soldið grunsamlegar afþví glugginn hjá ykkur var opinn!!!" Hvursu ömurleg afsökun var þetta!!?!! Ég bara spyr!!?! :D haha... en við skemmtum okkur allavega yfir þessu :D Laugardagskvöldið fór ég með Dóru á Verzló sýninguna og það var ótrúlega gaman!! mæli allveg með því sko ;) Er reyndar að fara aftur á hana með litlu frænku en það er bara stuð :) anyways bæjó ;)