laugardagur, október 29, 2005

Þá er maður búin í prófinu og gekk það alveg ágætlega leyfi ég mér að fullyrða :D allavega verð ég illa svekkt ef ég fell... þannig að ég er bara bjartsýn á þetta :)
Það er enginn smá léttir að vera búinn með þetta próf, en manni gefst varla tími til að anda því nú verð ég að byrja að læra á fullu fyrir prófið sem er næsta laugardag... svo þarf ég að fara að laga til og gera húsið hreint... eða allavega mitt herbergi, sem er nú ekkert grín að laga til í...

Úff það er sko ekkert grín að vera að keyra núna á sléttum dekkjum, allavega ekki á mínum enda eru þau nú líka alveg sléttari enn allt slétt og með lítið sem ekkert grip... fann alveg fyrir því þegar ég var keyra í þessu brjálaða veðri sem var í gær... bíllinn minn, tja eins og flestir hinir í umferðinni líka, átti erfitt með að halda sig á götunni enda þvílík lúmsk hálka sem var búin að myndast... en það stendur nú alveg til bóta, verð komin á nagla eftir helgi :) alveg greinilegt að veturinn er genginn í garð!

Jæja varð bara að koma frá mér hvað mér er létt að vera búin með þetta próf... allavega... million things to do... hafið það sem best ;)

föstudagur, október 28, 2005

Það er smá breyting í gangi, mikið um þær núna, en þar sem við erum að fara út um kvöldið á sunnudaginn þá er semsagt "open house" um miðjann daginn eða svona um eða frá kaffileiti... ég hefði alveg verið til í að hafa þetta bara þannig, að þið gætuð mætt hvenar sem er, dag sem kvöld en þetta verður víst bara að vera svona núna... :) allavega, hlakka til að sjá sem flesta, lofa að hafa eitthvað við allra hæfi og ef einhver vill fá eitthvað sérstakt þá bara hafiði samband og við reynum að redda því... heheh.... ;)

Knús knús,
Auður :)

fimmtudagur, október 27, 2005

Ohh við Annika erum svo duglegar að læra hérna niðrí Odda... sönglandi i believe in a thing called love... :D alveg í stuðinu! nei nei við erum reyndar alveg búnar að vera mjög duglegar að reikna enda þýðir ekkert slugs fyrir prófið á laugardaginn :)

Heyrðu já, svo er smá change of plans... þar sem ég á afmæli á mánudaginn og pabbi nýbúinn að eiga afmæli þá var bara ákveðið að hafa svona kind of "opið hús" á sunnudaginn fyrir vini og ættingja... þannig að þið sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomin að kíkja í kaffi og með því á sunnudaginn... the more the merrier :)

Ohh haldiði ekki að blessuðu kanarnir hafi gert mér og Ottó fáranlega ljótann grikk! við erum búin að horfa á lost síðustu fimmtudagskvöld, bara orðið svona thing, en nei nú standa nefnilega yfir einhverjar úrslitakeppnir í hafnarbolta í U.S.A. og ekkert LOST sýnt þar á meðan... nánar tiltekið í þrjár vikur... þannig að ég verð að bíða í tvær vikur í viðbót, sem er náttla bara ekki nógu sniðugt þar sem þetta spennan er alltaf að magnast... en maður verður náttla bara að sætta sig við að þurfa að bíða, lítið annað hægt að gera í stöðunni :)

Heyrði í Völunni minni frá Svíþjóð í gær gegnum skype... snillingur alveg sem fann upp þessa tækni! töluðum náttla í tæpann klukkutíma eins og okkur er nú lagið og hefðum alveg getað talað lengur ef aðstæður hefðu leyft, en það var æðislegt að heyra henni eins og alltaf :) ohh það er svo típiskt, hún kemur 22. des heim og fer líklega 10. jan aftur út og ég náttla fer 27. des út og kem heim 10. jan, þannig að við hittumst lítið sem ekkert þá :´( sem er überleiðinlegt! en við verðum bara að bæta það upp á næsta ári... kannksi maður kíki bara á skvísuna í sverige :)

Annars stefnir allt í ofurrólega helgi hjá mér, sem ég er eiginlega bara nokkuð ánægð með... alveg kominn tími á það :)

Allavega... best að halda áfram að læra eitthvað...
Endilega commentið people!!! ;)
-Auður

sunnudagur, október 23, 2005

Ég sá smá brot úr eurovision 50 ára í gærkvöldi, byrjaði akúrat að horfa þegar Ronan Keating var að syngja, og vá myndarlegur maður! algert augnkonfekt þar á ferð... reyndar soltið fyndið að þetta komi frá mér þar sem ég þoldi hann aldrei þegar hann var sem frægastur með Boyzone, en allavega, þá hefur hann þroskast mjöööög vel í útliti ;) en já, sá úrslitin og var alveg sátt... er reyndar ekki mikil eurovision fan en mér fannst flest lögin þarna fín, sérstaklega þessu í eldri kantinum :)

Núna er ég bara að laga ritgerðina mína, ekki beint það auðveldasta sem ég hef gert um ævina en maður verður bara að reyna gera það sem best :)
Svo er náttla próf á laugardaginn hjá okkur og það mun vera í tölfræði.... ætlum að reyna að hittast og læra undir þetta saman sem er mjög gott, enda finnst mér ég alltaf læra miklu meira þegar maður er í hóp.
Ég var eitthvað að hugsa út í þetta allt saman, og fattaði allt í einu að það er bara rúmlega mánuður eftir í kennslu og stuttu eftir það byrja jólaprófin! ó já... tíminn flýgur svo sannarlega!
Er reyndar rosalega sátt við mína próftöflu, fer í 3 próf, það fyrsta er níunda og það síðasta 17. og við fáum alveg fjóra daga á milli hvers prófs sem er nokkuð gott :)

Jess... en ætli það sé ekki best að halda áfram með ritgerðina...
-Auður ;)