fimmtudagur, mars 24, 2005

-það er alveg ótrúlega nice að vera bara svona í fríi! :D ekkert smá notalegt... við gátum sofið smávegis út í morgun en ottó þarf að læra svo mikið að fríinu að það verður ekkert sofið langt frameftir degi... enda er það mjög fínt því þá fer maður ekkert að snúa sólarhringnum neitt alvarlega við í fríinu :)

-síðasta helgi var alveg stórfín, villi bró kom heim á föstudeginum og á laugardeginum skelltum við ottó okkur út að borða á galileo... það var alveg rosalega fínt eins og restin af kvöldinu :) á sunnudeginum var bara í fermingum út í eitt... byrjaði um 2 og kom heim um hálf 10 um kvöldið.... frekar langur dagur en alveg ágætur þrátt fyrir það ;)

-svo er villi bara strax búinn að næla sér í flensu og tókst að smita mömmu líka.. er það nú, að koma hingað til landsins og það fyrsta sem hann gerir er að leggjast í flensu! stuð og fjör maður! :D hheheh! við láki babe erum að pæla í að draga hann með okkur út á lífið um helgina þannig að bara eins gott að hann nái þessu úr sér sem fyrst!

-hitti guggu aðeins í kringlunni áðan og var það heví nice að hitta hana svona smá þó að það var nú ekki í langann tíma! en það er svo langt síðan að maður hefur hitt fólkið úr gamla MH hópnum að ég er bara alls ekkert viss um að ég myndi þekkja alla aftur! neee segi það nú kannksi ekki alveg en það er alveg kominn tími á hitting... er sammála því!
talandi um.... þá er kominn nýr linkur... :)

-annars er bara mest lítið að frétta, allavega af mér... önnur saga með annað fólk...

en ég er farin að gera eitthvað undurdásamlega skemmtilegt... hvað sem það nú er :D
ciao elskurnar mínar!