laugardagur, nóvember 06, 2004

"you had me, you lost me... " með ólíkindum hvað þetta sönglar alveg endalaust í kollinum á mér þar sem það hefur akúrat enga þýðingu lengur fyrir mér... allavega... á það mjög mikið til að fá lög á heilann og vera að söngla þau endalaust :S en það er heldur betur farið að lengjast á milli færslna hjá mér, það er nú ýmsu hægt að kenna um það en já þessi vika er búin að vera frekar annasöm og ekki verður sú næsta neitt vægari ! en þar sem maður lítur nú alltaf á björtu hliðarnar í lífinu þá verð ég búin með menntaskólann eftir mánuð og komin í smá pásu frá lærdómi. Erum á fullu að undirbúa lokaverkefni í öllum fögum og er mikið að því á mjög listrænan hátt :D um að gera að hafa smá gaman að þessu líka ! svo fer ég bara í eitt lokapróf en tek það núna 17. nóv þannig að ég slepp við öll próf á prófdögum og verð komin í frí fyrsta desember. NIIIICE !
í gær var það bara rólegur föstudagur hjá mér, var meiri að segja að læra helling í gærkvöldi þar til Ottó kom... NÖRD ég veit ! ;) svo í dag verður það meiri lærdómur og svo verðskuldað djamm í kvöld... það er nefnilega reunion hjá árgangnum mínum úr Árbæjarskóla og ætlum við Vala hiklaust að skella okkur, enda gaman að hitta fólkið aftur ! svo er partý í gangi og kíkir maður nú kannski í það ef allt deyr út á Klúbbnum ! :D heheh !
jæja núverandi bókaormur kveður að sinni, adios amigos ! ;)

mánudagur, nóvember 01, 2004

Jæja þá... þá er maður víst kominn á þrítugsaldurinn og er það bara mjög fínt ! ég átti semsagt afmæli í gær og knús og kossa sendi ég öllum þeim sem mundu eftir mér ;) Það var allsherjar afmælispartí hjá mér, Karó og Ásrúnu á Sólon á laugardagskvöldið og var það djamm eitt það mesta og skemmtilegsta í laaaaangann tíma !! Nóg af öllu, fólki, bjór, hressleika og bara name it ! Ekkert smá gaman að hitta allt liðið og því sem ég kemst næst skemmtu allir sér konunglega! ;) Laugardagsdagurinn var líka frábær. Ég bauð semsagt öllum mínum nánustu í kaffi og kökur og var flest allt á boðstólnum made by auður ! það þótti víst eitthvað ótrúlegt að ég hafði gerst svo myndarleg að baka allt það sem var í boði en maður á þetta til þegar maður tekur sig til ! ;) heheh ! ég var ekkert smá fljót samt að koma mér í djamm gírinn eftir kaffiboðið, síðustu gestirnir fóru um hálf átta og þá var eftir að krulla mér hárið.... en náði samt að vera kominn niðrá sólon um hálf níu ! öflug í þessu ha !?!?! ;) Svo fékk ég alveg heilan helling af frábærum gjöfum eins og pening, gjafabréf, náttföt, ilmvötn, krem, skartgripi, sænguver, föt og helling af blómum ! enn og aftur takk fyrir mig :*
Annars er ég bara í skólanum að bíða eftir að útskriftaráfanginn byrjar en er samt svo þreytt eitthvað, enda lítið búin að sofa undanfarið, og er það mjög freistandi að koma sér bara úr skólanum... sé til hvað ég geri...