föstudagur, nóvember 11, 2005

Það er að koma helgi... víííí... ;)
Ekki það að ég muni gera eitthvað brjálað skemmtilegt eins og að skella mér á djammið þar sem ég verð víst að lesa fyrir próf sem ég verð að ná á mánudaginn... en það er bara alltaf eitthvað svo gott við helgar... þó maður verði að lesa... :)
Hefði ekki verið svona mikið að gera, hefði maður líklega verið á leiðinni í heví sumarbústaða tjútt ferð en það verður bara að bíða betri tíma, þegar það er ekki svona mikið að gera hjá manni :)
Fyndið samt, þetta átti að vera þriðja djammlausa helgin í röð, en þar sem maður er búinn að fara alveg "óvart" (je right! ;)) á djamm síðustu helgar verður þetta líklega bara sú fyrsta djammlausa í langan tíma ... maður er nú alveg ferlegur í þessu! það er meiri að segja vísindaferð í kvöld, og ég er ekki að fara! what's going on skilurru?! :D

Allavega núna nálgast jólaprófin óðum og er maður farin að sjá 17 des. í hyllingum! stefnan er samt sett á að vera rosa dugleg við lestur næstu vikurnar því að ef maður nær ekki aðalfaginu sem er einmitt erfiðust að mínu mati, semsagt almennunni þá fær maður barasta ekkert að halda áfram á vorönn takk fyrir! alveg sama þó maður nái öllu öðru... sem er not goood!

Kíkti smá í Smáralindina í gær og keypti ég fyrstu jólagjöfina... klikkað dugleg! :P heheheh... þá er allavega einni jólagjöf færri sem er eftir að kaupa.. :) samt alveg nóg eftir en þetta er allt að koma ;)

Horfðum á Lost í gær... biðin loksins á enda og þátturinn sýndur í U.S.A. á miðvikudag þannig að við fengum að njóta hans í gærkvöldi... þetta eru bara endalaust skemmtilegir og spennandi þættir, ótrúlegt hvað það er hægt að gera góða þætti... reyndar hafa ekki allir þættirnir verið eitthvað djúsí, skal alveg viðurkenna það, en allavega hafa flestir þættirnir náð athygli manns :) vildi ég gæti sagt eitthvað meira um nýju seríuna en ætla nú ekki að fara að eyðileggja neitt fyrir þeim sem eru eftir að horfa þannig að ég sleppi því :) þið getið allavega beðið spennt...

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

Jæja... þá er ísdrottningin dottin úr ANTM... get nú ekki sagt að maður muni eitthvað sakna hennar... fannst voðalega lítið fara fyrir henni og það sem maður sá af henni var frekar kuldalegt svona... hún var bara ekki að virka á mig... þannig að ég er bara sátt við brottreksturinn þessa vikuna enda er Kahleen my favorite :)

Ég skellti mér í smá búðarráp í Hafnarfjörðinn í dag... maður hefur nú alveg ennþá sterkar taugar til Hfj. og finnst mér alltaf voðalega gaman að kíkja í búðirnar þar... það er eitthvað öðruvísi við þær en þessar hérna í Reykjavíkinni... keypti reyndar ekki mikið en nú er maður farinn að huga að jólagjöfunum og verða þær fyrstu keyptar innan tíðar... nenni ekki að vera á síðustu stundu með þær eins og ár eftir ár... ok, segist alltaf ætla að vera tímanlega í þessu og aldrei tekst mér það vegna anna en núna ÆTLA ég sko að standa við þetta :D langar að eyða síðustu dögunum fyrir jól með vinunum og famíliunni en ekki í búðum... enda mun ég ekkert geta verið með mikilvægasta fólkinu mínu, fyrir utan Ottó náttla, á einum skemmtilegasta tíma ársins... og það verður sko mjög spes... en þeir sem eiga það skilið fá sent póstkort frá sykursætbrúnni Auði (híhí), lofa! :P

Sólbruninn eftir ljósatímann er allur að hjaðna og þó ég finni alveg fyrir brunanum er maður allur að koma til... kannski sniðugt að vera aðeins styttra næst ;) afhverju er maður alltaf svona klókur eftir á? i don't get it... þetta virðist gerast einum of oft fyrir mig! :D ég hef kannski alveg löglega afsökun enda legally blonde en hvaða afsökun hafið þið? ha?!?! :P

luv ya! :*

þriðjudagur, nóvember 08, 2005



hehehe... fékk þessar lánaðar hjá Völunni... þetta var semsagt kvöldið áður en hún yfirgaf klakann fyrir svíagrílurnar... einstaklega skemmtilegt kvöld ;)
Öss... ég skellti mér í ljós í gær, og er ekki búin að fara mjög lengi þannig að ég ætlaði ekkert að vera allann tímann í bekknum... ég kem þarna og er mér tilkynnt að það er nýbúið að setja nýjar perur, einhverjar heví góðar og læti, og ég bara sátt við það og ennþá ákveðnari að fylgjast með tímanum... nema það að ég gleymi mér algerlega í hitanum og notalegheitunum og vakna aftur til lífs þegar það slökknar á bekknum... og núna er ég alveg skaðbrennd á bakinu og rassinum, ekki besti staður til að brenna á enda notar maður nú þennan part líkamans afskaplega mikið þegar maður er í skóla og þarf að sitja heil ósköp :( en jæja, það þýðir víst lítið annað en að vera bara duglegur að bera á sig eitthvað kælandi og gott og reyna að læra af reynslunni.... sé það einmitt gerast... heheh ;)

valan mín í svíþjóð komin með blogg... finally girl! ;) linkur auðvitað kominn á kelluna :)

svo mér er óheyrilega mikið farið að langa að fá einkunnir úr síðustu ritgerðinni minni og tölfræðiprófinu! finnst við alveg vera búin að bíða nóg... :( bring on the einkunnir people!

framundan í skólanum er svo skil á skýrslu og svo er próf á mánudaginn... alltaf jafn gaman hjá manni ;)