fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Ég hugsa að ég hafi aldrei nokkurn tímann skrifað jafn margar ritgerðir á einni önn eins og ég er að gera þessa önnina! þetta er svo hryllilega tímafrekt... :(

Studyweek hjá mér núna sem þýðir ekki neinir venjulegir tíma heldur eigum við að nýta þessa viku í undirbúningsvinnu fyrir ritgerð sem við eigum að skila á mánudaginn... þurftum að finna allar heimildirnar í hópum og hittist minn hópur á mánudaginn og í gær til að finna það sem við þurftum að finna og get ég núna loksins byrjað að skrifa ritgerðina mína... vei...!

Ottó er byrjaður í prófunum sínum, hugsa að hann sé búinn að lesa yfir sig í bókstaflegri merkingu, hann er búinn að missa tölvuna sína tvisvar í gólfið á 5 dögum! án djóks! held að honum sé bara farið að langa í nýja tölvu... ;)

Finnst ég ekki hafa séð nægilega vel með linsunum mínum undafarnar vikur þannig að ég fór í síðustu viku útí gleraugnabúð til að tékka hvort ég þyrfti ekki sterkari linsur og vá hvað kallinn gerði þetta ítarlega... fór í þrjú mismunandi tæki og svo skoðaði hann augun svaka vandlega... hef aldrei lent í svona svakalega nákvæmri mælingu á íslandi og er ég mjög sátt við þetta hjá dönunum! allavega, kallinn lét mig svo fá linsur sem ég átti að prófa í viku og svo átti ég að koma og tala við þá aftur í gær semsagt. Mætti svo í gær, sátt með linsurnar og sagði að þær pössuðu og allt það en hann hélt nú ekki að ég gæti dæmt um það, þannig að hann sendi mig í tvö tæki til viðbótar meðal annars til að sjá hvort að linsurnar hreyfðu sig rétt og eitthvað svoleiðis bla bla... og þetta var semsagt a perfect match :) finnst bara fyndið hvað þeir vanda sig hérna við allt svona, og það er jú nátturlega bara rosalega jákvætt... heima er þetta ekki nær um því svona vandað, allavega ekki því sem ég hef kynnst...

Aftur á móti er annað sem danir mættu vinna aðeins í, allavega í mínum skóla, og það er öll skipulagning! mér finnst alltof margt sem er svo óskýrt, svo vita kennararnir ekkert í sinn haus þegar þeir eru spurnir útí eitthvað sem tengist einhverju sem er "langt" í... þeir eru semsagt bara með á hreinu hvað er að gerast næstu tvær vikur í senn eða svo! BÖGG! ok, ég er nú langt frá því að vera skiplagaðasta manneskja í heimi en ég vil fá að vita hvenar jóla/janúar prófin eru svo að ég geti pantað far heim og aðeins planað smá í kringum það... en nei, fékk það svar að ég og allir aðrir í deildinni fáum að vita með tveggja vikna fyrirvara! TVEGGJA VIKNA! sem þýðir að ég fæ að vita það 16. des ef ég þarf að fara í próf 2. janúar sem mér finnst fáranlega lélegt... svo eru þeir alltaf að breyta því hvort að lokaverkefnin verða próf eða hvort þau verði ritgerðir þannig að ég veit ekkert lengur í minn haus hvað þetta varðar! o well...

... en að jákvæðri hugsunum...

...það styttist óðum í að við komum heim... can't wait!! :P

mæli með þessum ef fólk er í "lærupásu" en varúð: hann er hættulega ávanabindandi! við Ottó eigum það til með að gleyma okkur completely yfir honum sem er jú ekkert alltof gott ;)