laugardagur, október 15, 2005

Það var alveg sjúklegt stuð í gærkvöldi! :) bara eitt af bestu djömmum sem ég hef farið á, það er alveg bókað mál! myndir komnar inn hér... varð samt batteríslaus þannig að myndirnar eru færri en ég hefði viljað... en allavega... Annika tók líka alveg BÖNS, þannig að kíkið bara á hennar líka ;)

föstudagur, október 14, 2005

Útkoman á Almennu prófinu var ekki alveg sú skemmtilegasta sem ég hefði viljað sjá... meðaleinkunn var 4.6 og er það þriðja hæsta meðaleinkunni í þessu prófi frá 1988, pælið í því, þannig að þetta var talið bara nokkuð gott!! ég var alveg frekar svekkt yfir minni einkunn en maður tekur sig bara á núna og fer að læra almennilega... þýðir ekkert annað ef maður ætlar að massa þetta! ;)

Annars fáum við vonandi bráðum að vita úr ritgerðinni og prófinu sem við tókum í skýringar á hegðun... það verður athyglisvert, svona allavega miðað við fyrsta prófið :D

Það stefnir allt í massa djamm í kvöld... suðræn stemning á Pravda og við Annika og Karó látum ekki eitthvað svoleiðis fara framhjá okkur enda fríar veigar í boði... :P hehehhe... svo verður væntanlega skundað yfir á Hressó en eins og ein viss ung snót sagði, þá er endurkoma heiðars í kvöld... hmm... hver ætli hafi átt þessi fleygu orð :P heheh... en já, það stefnir allt í gott kvöld...
Ætla svo að reyna að læra alveg helling á morgun, vera mega dugleg svona einu sinni... svo er partý hjá Ella annað kvöld þannig að það er alveg nóg að gera um helgina... en það er bara gaman, þá er engin hætta á því að manni fari eitthvað leiðast :D

allavega... kannski best að fara að drífa síg í skólann... sjáumst hress og endilega verið í bandi, þið sem ætlið í bæinn um helgina... og jú auðvitað þið hin líka ;)

mánudagur, október 10, 2005


Föstudagurinn var all svakalegur get ég sagt ykkur! fór þarna í einn tíma og hentist svo niður í Odda þar sem við mæting var fyrir í vísindaferðina... Fórum þaðan rúmlega fimm og brunuðum í Mastercard þar sem var tekið rosalega vel á móti okkur, rauðvín, hvítvín eða bara kaldur Carlsberg sem klikkar náttúrlega aldrei, svo fengum við svona pinnamat ;)
Eftir dágóðann tíma og þegar maður var orðin VEL hress var farið á Októberfest og það var alveg einstaklega gaman á þessari hátíð! ekki það að ég muni nærri því allt en það sem mig man eftir var heví stuð! kynntist alveg fullt af fólki enda var ég alveg að standa mig í hressleikanum þar sem alkóhólið var í fyrirrúmi :D
Meðfylgjandi mynd sem er víst bara ein af nokkrum sem lýsir hressleikanum, en mér finnst þetta klikkað töff mynd af Anniku, Palla og mér! ;) held að Karó hafi verið bakvið myndavélina í þetta skiptið :)
Hitti svo Ottó og við fórum bara heim í fyrra laginu enda alveg komið ágætt þetta kvöldið, röltum aðeins niður í bæ í rólegheitunum áður en við héldum heim á leið.

Laugardagurinn rann svo upp í þvílíkri þynku :S fórum svo að sækja bílinn minn og kíktum aðeins í kringluna og svo var bara farið að læra. Kíkti aðeins í smáralindina seinna um daginn og eitthvað, en keypti samt ekkert sérstakt, bara einhverja smáhluti :)
Um kvöldið gerði ég mest lítið enda átti ég eftir að lesa alveg böns fyrir prófið sem var í dag. Þannig að ég var bara að lesa, með GÓÐUM pásum reyndar en las þó :D ég er engan vegin að fýla það að þurfa að lesa á laugardagskvöldum þannig að ég ætla að reyna að skipuleggja mig betur framvegis svo ég sleppi við þá kvöl... heheh.... Sótti svo ottó sem var að spila póker með strákunum, og skutlaði strákunum í bæinn en við ottó fórum svo bara heim eftir eina slice á devitos :D

Svo var bara meiri lestur í gær, kíkti reyndar aðeins út í góða veðrið og skellti mér jú world class sem var heví gott :)

Prófið í dag gekk þannig að ég veit eiginlega ekkert hvernig mér gekk... en það kemur bara í ljós :) svo fáum við einkunnirnar úr almennu prófinu á morgun... ég bíð sko VEL spennt...
en nú eru engin próf eða skilaverkefni í smá tíma þannig að nú getur maður farið að anda aftur... allavega smá, annars ætla ég að reyna að vera dugleg að lesa jafnóðum og reyna að standa mig í þessum lestri :)

Skrifa aftur bráðlega... hafið það gott elskurnar :*