Þá er þessi helgi búin og var hún nú bara rosalega fín, vinna, eurovision, djamm og saumaklúbbur...!
-Horfði náttúrlega á forkeppnina á fimmtudeginum og fór sem fór, þó að við hefðum alveg átt að geta komist áfram... reyndar fannst mér vanta einhvern kraft og svo náttúrlega búningarnir umtöluðu... förum nú ekkert nánar útí það... :D hehehe...
Keppnin sjálf á laugardeginum var alveg furðu skemmtileg... hef sjaldan nennt að sitja yfir þessari keppni þar sem mér finnst lögin oftast bara lala, en þessi kom mér nokkuð á óvart... enda fannst mér alveg þónokkur lögin þarna vera góð! var að mestu leiti sátt við topp tíu, hefði kannski raðað þeim öðruvísi... haft Danmörk og Noreg ofar allavega :)
Mér fannst alveg rosalega áberandi hvað það var fallegt fólk í keppninni núna í ár... mikið um annað hvort rosalega sætar stelpur eða guðdómlega fallega gæja... enda hefur það ábyggilega mikið að segja um úrslitin hvernig keppendurnir líta út, þó þetta hljómi kannksi eitthvað hégómlega þá er þetta bara oft svona í svona keppnum....
Ég og Vala vorum orðnar VEL hressar þetta kvöld enda búnar að búa til okkar eigin kokteil sem við nú ekkert að spara... vorum líka mjög menningarlegar og keyptum okkur rósavín og læti... og svo að sjálfsögðu nokka ölllara ;P enduðum semsagt vel í því áður en bærinn tók á móti okkur... en það var alveg pakkað af fólki í bænum og ekkert nema gott um það að segja :) ÞRUSUkvöld semsagt!
-Svo var saumaklúbburinn hjá mér á gær ( semsagt fyrrverandi MH skvísurnar) og var alveg ágætis mæting... vantaði reyndar nokkrar en við sem mættum höfðum það bara rosalega fínt... allavega fannst mér stuð að hitta þær aftur, allar svona saman meina ég þá, líka svo margar sem ég hitti svo sjaldan og svona... en þetta var semsagt heví næs bara! ;)
-Ég veit eiginlega ekki á hverju ég geng núna... svaf svo rosalega lítið þarsíðustu nótt og svo náði ég bara 4 tímum í svefn núna síðustu nótt... samt alveg eiturhress! en það er nú bara gaman að því ;)
-Svo er það sjónvarpskvöld í kvöld bara... Mánudagar eru eiginlega einu dagarnir sem ég nenni að horfa á sjónvarp... one tree hill og lost... og svo horfi ég reyndar líka á desperate housewifes en hver gerir það ekki ?! :D heheh... allavega er þetta eiginlega mitt sjónvarpsáhorf yfir vikuna, svona almennt séð allavega, kemur auðvitað fyrir að það komi eitthvað tilfallandi sem maður verður að horfa á en það er allavega ekki mjög oft... fyndið hvað þetta hefur breyst hjá mér á síðustu árum... ég horfði einu sinni alveg daglega á sjónvarpið, alla helstu þætti og bíómyndir en núna er það bara svona eitt og eitt sem ég nenni að horfa... magnað! :)
-Núna er það svo bara vinna og meiri vinna framundan... og auðvitað útskriftaveislan hjá Völu skvís á laugardaginn þar sem hún er að klára verzló núna og klárar hún örugglega með stæl ef ég þekki hana rétt! :)
Allavega... over and out í bili... ;)
-Auður