Enn og aftur er búið að breyta stundaskránni minni, núna verðum við líka í einum tíma í Árnagarði en ekki í öllu í Háskólabíó eins og til stóð. Og núna er um við líka alla daga til 17:15 nema fimmtudaga en þá er engin skóli. Þó við séum svona lengi í skólanum þá er okkur það víst engin vorkun þar sem flestir dagarnir byrja seint eða oftast um 14:40. Þannig að þetta gæti nú alveg verið verra bíst ég við :) Annars er maður búin að mæta í tvo tíma og leggst þetta bara afskaplega vel í mig, geri náttúrlega ráð fyrir ótrúlega miklum lestri en það fylgir auðvitað bara flestu háskólanámi og er það bara gott fyrir mig held ég.
Svo er ég mikið að pæla í að skella mér á fartölvu, er búin að skoða held ég flestallar á markaðnum og verð bara heillaðri og heillaðri með hverri tölvunni. Þannig að það er líklega næst á dagskrá hjá mér að fá mér eitt stykki svoleiðis. Stóra spurningin er bara hvernig og hvaða merki maður á að kaupa sér, það er náttúrlega svo rosalega mikið úrval af fartölvum og það er ekki alveg til að auðvelda manni valið :D
Magnað hvað er erfitt að byrja aftur að lesa eftir svona langa pásu. Einbeitingin er svo góð sem engin enda er ég ekkert búin að lesa skólabækur síðan nóvember á síðasta ári og er ég ekki alveg frá því að maður sé dottin úr lestrargírnum. Þetta verður vonandi fljótt að koma hjá mér, verð bara að vera hörð við sjálfa mig og bara gjör og svo vel að lesa, flóknara er það ekki :D