Ég er ekki frá því að maður hafi nælt sér í smá kvef útí eyjum, allavega hnerra ég hérna hægri vinstri... ! það var ólýsanlegt að komast í mitt eigið rúm aftur því þó að vindsængin hafi alveg verið að gera góða hluti þá jafnast hún ekki alveg við rúmið mitt... kannksi er það frekar það að sofa bara aftur í hlýju og þar sem dropar ekki á mann... :D hehhe ! en þetta var alveg þess virði og er maður nánast farin að telja niður aftur ;)
Svo er það brúðkaupið hjá Fjólu og Davíð um helgina og svo lokaprófið í sálfræðinni á mánudaginn.... þannig að það er alveg nóg framundan auk þess sem maður þarf að finna tíma til að hitta the buddies ... :)
hey Annika... by the way... hvaða skot eru þetta hérna á tagboardinu á mig ? :O hehehe ;)
miðvikudagur, ágúst 04, 2004
mánudagur, ágúst 02, 2004
Jæja fólk... þá þjóðhátiðin alveg búin og ráðlegast væri að taka sér drykkjupásu þangað til farið verður á næstu þjóðhátíð.... ráðlegast kannski en svo engan veginn rauninn... :$ Þetta var alveg hin skemmtilegasta helgi þrátt fyrir sumt svona síður skemmtilegt, greinilegt að maður þekkir ekki fólk eins og maður hélt eða þá að áfengið hafi gjörsamlega verið að stjórna því fólki... en meina maður reynir að gera gott úr öllu þannig að við skemmtum okkur ansi vel :) skandalar já... hugsa að ég fari ekkert nánar útí þá.... við vorum aaaaltof mikið á skallanum á tímabilum, sváfum ekkert alltof vel en Skafti á samt vinninginn í því máli en félaginn svaf í 3 tíma yfir alla helgina takk fyrir, en það var samt stemning í lagi...svo var veðrið ekki eins slæmt eins og gert var ráð fyrir og ekki eyðilagði þessi litla sól fyrir... :) allavega mér fannst mjög gaman núna þetta árið og er alveg á leiðinni aftur eftir ár, þó að Annika sé ekki á sama máli... svo tók ég alveg helling af myndum, sumar með tilheyrandi pósum, og munu þær koma hér bráðum, það er að segja þegar ég er búin að grandskoða þær og flokka þær grófustu úr ... :D