fimmtudagur, janúar 26, 2006

þá er EM í handbolta byrjað og er það eitthvað sem ég læt aldrei fara framhjá mér enda eðal sjónvarpsefni þar á ferð :) var niðrí laugum þegar leikurinn á móti serbum var og var ég augljóslega ekki sú eina sem ákvað að slá tvær flugur í einu höggi og horfa á leikinn og brenna í einu því það var alveg pakkað á öllum upphitunartækjunum og greinilega eins gott að koma tímalega ef maður ætlar að gera þetta framvegis... :) en já góð byrjun á mótinu og það getur náttla skipt miklu og vonandi að strákarnir haldi þessu striki eða geri jafnvel bara gott betur og brilleri rækilega :P

annars kíkti ég aðeins á kaffihús með láka í gærkvöldi, ekkert smá langt síðan við höfum farið á kaffihús, fórum örugglega síðast þegar skafti var með í för og það er þá alveg þónokkuð langt síðan... en já ég fékk að vita að láki væri búinn að hugsa laugardaginn alveg út fyrir okkur... planið er semsagt (hans plan nota bene!) að fara í nudd og dekur á nordica spa, fá sér nokkra öllara, kíkja útað borða á argentínu og svo á allsvaðalegt djamm í bænum!!! láki er náttla ekki þekktur fyrir neitt minna en lúxus á öllum sviðum þannig að þetta kom svosem ekkert á óvart þetta ofur plan hans.. verst að ég lifi ekki alveg jafn hátt og hann þannig að ég hugsa að síðasti liðurinn yrði sá eini sem kæmi til greina :P ég var samt að gæla við þá hugmynd að hafa þetta djammlausa helgi...eða allavega áfengislausa... aðeins að breyta til, heheh! ;)

en já... meira seinna... og ég veit... mikið búið að skamma mig en kanarí myndirnar fara aaaaalveg að detta inn elskurnar mínar! ;)

þriðjudagur, janúar 24, 2006

oh alveg típískt fyrir mig.. var búin að skrifa þvílíkt langann texta en að sjálfsögðu eyddist hann út.. en ok... byrja þá bara aftur... :)

allavega.. byrjum bara saumó... saumó var hjá Karó þennan mánuðinn og var hann rosalega vel heppnaður.. góð mæting, góð stemning og bara allt voðalega gott í sambandi við hann ;) við komum loksins smá skipulagi á þetta, semsagt hver mun halda hann í næsta mánuði, þarnæsta og já alveg til ársins 2009!! hehehe við erum svo klikk! :P en já, bara takk aftur fyrir mig karó :*

föstudagurinn... hann var rólegur en góður... bauð ottó út að borða og svo kíktum við smá rúnt áður en við tókum DVD... tókum cinderella man sem var alveg ágæt bara :)

laugardagurinn var aðeins afkastameiri þó að ég hefi nú ekki opnað bók alla helgina... en já við fórum í gegnum fataskápinn hans ottó og vá!! þið sem vitið hvernig minn fataskápur er, ímyndið ykkur þrefalt fleiri föt... ég hef ekki séð hann í meirihlutanum af þessum fötum en ekki mátti henda hinu og þessu þar sem það "gæti verið" að hann gæti notað það seinna við eitthvað tækifæri... einmitt, my ass!! :D en já... karlmenn! heheh ... þið eruð samt alveg æði elskurnar! ;)
en margt fékk nú alveg að fjúka og lítur þetta aðeins skárra út núna :)
kíktum síðan aðeins út, meðal annars á einhvern markað sem átti að vera huge, en urðum nú bara fyrir vonbrigðum með hann...
um kvöldið fór ég svo í partí hjá ásrúnu og helga í hafnarfirðinum... ekkert smá gaman enda allir VEL hressir.. fórum í lúdó með staupum og einhvern annan drykkjuleik sem gutti stjórnaði og voru allir að brillera í honum ;)
fórum svo niðrí bæ eða reyndar bara á hressó þar sem maður hitti mann og annan... og einstaklega hefur maður verið aðlaðandi þarna á dansgólfinu þar sem við löðuðum að okkur hina ýmsa "vitleysinga" sem létu okkur ekki friði! heheheh... en þetta var mjög skemmtilegt kvöld í alla staði ;)

horfðum svo á prison break í gær og úff... það eru þættir sem þið verðið að horfa á! ekkert smá spennandi og lofa góðu... nóg spenna fyrir strákana og svo er nokkuð augljós ástæða fyrir því að við stelpurnar munum festast yfir þessu... :P fattið það um leið og þið sjáið fyrsta þáttinn ;) híhíhí!
annars erum við komin að þætti 12 í annari seríu af lost og eru þeir ennþá voða spennandi... er samt að vona að þeir verði ekkert alltof langdregnir þar sem það á nú að gera 3 seríur, en allavega um að gera að njóta þess að horfa á þá á meðan eitthvað spennandi er að gerast :)

jájájájá en er að hugsa um að láta þetta nægja í bili og fara að kíkja aðeins i bók... reyni að vera duglegri að blogga (segi þetta reyndar alltaf heheh, en skal reyna ennþá betur núna enda búin að fá ágætis spark í rassinn ;))
allavega... þangað til seinna... :)