Ég var víst ekki búin að koma inn á það að ég komst inní HÍ þannig að maður er aftur að fara að setjast á skólabekk. Mér hlakkar nú bara til verð ég að viðurkenna :) svo náttúrlega verða vísindaferðirnar teknar með trompi, enda verðum við Annika öflugar í þeim ef ég þekki okkur rétt :D
En já ég er semsagt mjög spennt að byrja aftur í skóla, ekkert betra að vera alltaf að bíða með þetta og svo enda á því að læra aldrei neitt meira... Mér er búið að langa í sálfræði í þónokkurn tíma þannig að afherju ekki að prófa það?! Aftur á móti geri ég mér alveg grein fyrir því að þetta verður ekkert endilega alveg eins og ég hafði vonað og kannski er þetta bara alls ekkert fyrir mig eftir allt saman en maður kemst varla að því nema að prófa, er það nokkuð? þannig að ef allt fer á versta veg fer maður bara í eitthvað annað... það er nú ekkert flóknara! :)
Hugsa að maður verði eitthvað að vinna með skólanum, verð þá bara í símavinnunni 2-3 daga í viku, bara 4 tíma í senn... mjög þægileg vinna með skóla, annars sé ég bara til þegar nær dregur :)
þriðjudagur, júní 28, 2005
sunnudagur, júní 26, 2005
Maður er nú eitthvað bilaður sko... er búin að vera kvefuð as hell hérna undir lok vikunnar en samt fór ég að djamma bæði föstudag og laugardag... held í alvöru að ég sé að tapa mér, verð að fara að slaka á... það hefði náttúrlega verið miklu vitlegra að ná þessu almennilega úr sér en maður skemmti sér konunglega þrátt fyrir smá slappleika, það þarf nú ekki að spyrja að því :)
Kíktum í bæinn bæði kvöldin og var allt morandi í útlendingum, sérstaklega á Hressó. Svo fengum við alveg frekar ömurlegt veður bæði kvöldin en það er nú ekkert sem getur skemmt stuðið og stemninguna hjá okkur sko! Always fresh! :)
Eins og ég sagði er ég ekki búin að vera með fullu ráði undanfarna daga og hef alveg verið að missa mig í hinu og þessu, og svo er ég búin að versla svo mikið síðustu daga að maður þorir ekki að tékka stöðuna á reikningum lengur... best bara að bíða fram á næstu útborgun enda styttist nú óðum í hana... thank god segi ég nú bara! :D er samt hevííí ánægð með allt sem ég er búin að kaupa þannig að ég er alveg í góðum málum :)
Ég er búin að vera á fullu að laga til í herberginu eftir að ég málaði það en alltaf virðist ég finna meira og meira dót sem má pakka niður. Alveg ótrúlegt sem maður á af stuffi! en tiltektin gengur semsagt alveg hjá mér þó að hægt gangi... óþolandi þegar maður setur eitthvað niður í kassa og svo fer maður að hugsa að það geti nú alveg vel verið að maður þyrfti að nota þetta á næstunni þannig að endanum er ekkert sem fer niður í kassann... þannig hefur það oft verið hjá mér, í þetta skiptið hinsvegar er ég búin að vera alveg rosalega ákveðin og er búin að pakka niður í heila 2 kassa og ekki enn búin ;) klikkað dugleg!
Planið er svo bara að skella sér í bíó í kvöld... aðeins að tjúna sig niður eftir helgina :)
Sjáumst elskurnar!
Kíktum í bæinn bæði kvöldin og var allt morandi í útlendingum, sérstaklega á Hressó. Svo fengum við alveg frekar ömurlegt veður bæði kvöldin en það er nú ekkert sem getur skemmt stuðið og stemninguna hjá okkur sko! Always fresh! :)
Eins og ég sagði er ég ekki búin að vera með fullu ráði undanfarna daga og hef alveg verið að missa mig í hinu og þessu, og svo er ég búin að versla svo mikið síðustu daga að maður þorir ekki að tékka stöðuna á reikningum lengur... best bara að bíða fram á næstu útborgun enda styttist nú óðum í hana... thank god segi ég nú bara! :D er samt hevííí ánægð með allt sem ég er búin að kaupa þannig að ég er alveg í góðum málum :)
Ég er búin að vera á fullu að laga til í herberginu eftir að ég málaði það en alltaf virðist ég finna meira og meira dót sem má pakka niður. Alveg ótrúlegt sem maður á af stuffi! en tiltektin gengur semsagt alveg hjá mér þó að hægt gangi... óþolandi þegar maður setur eitthvað niður í kassa og svo fer maður að hugsa að það geti nú alveg vel verið að maður þyrfti að nota þetta á næstunni þannig að endanum er ekkert sem fer niður í kassann... þannig hefur það oft verið hjá mér, í þetta skiptið hinsvegar er ég búin að vera alveg rosalega ákveðin og er búin að pakka niður í heila 2 kassa og ekki enn búin ;) klikkað dugleg!
Planið er svo bara að skella sér í bíó í kvöld... aðeins að tjúna sig niður eftir helgina :)
Sjáumst elskurnar!