föstudagur, maí 13, 2005

- Opna húsið heppnaðist mjög vel bara og var alveg ótrúlega vel mætt á það, enda þvílíkt dúndur veður sem við fengum! Svo var svo mikið af nýju krökkunum sem koma í haust, sem litu við og líst mér alveg rosalega vel á þessa gríslinga :) þó ég nái nú ekki að vera mikið með þeim þar sem ég hætti nú í lok ágúst...
Svo var sveitaferðin síðasta miðvikudag og var líka ótrúlega vel mætt af foreldum í hana... rosalega gaman að fara með krökkunum og sýna þeim sveitina og öll dýrin þó þeim hafi nú líkað þau misvel :D svo kom þessi fína mynd aftan á mogganum daginn eftir úr ferðinni þar sem okkar börn voru svo sæt að vanda!

-Laugardagskvöldið var svo kíkt í bæinn og var það frekar fámennt enda svo rosalega margir í prófum en blaðið ætti nú að snúast við núna þar sem fólk fer að kíkja aftur í bæinn eftir langa próftörn... hugsið ykkur bara, eftir ár verð ég í þessum sporum... hmm....

-Já ég semsagt er búin að sækja um í HÍ fyrir haustið og ég valdi sálfræðina... ætla að sjá hvernig það mun ganga... annars er ég mjööög spennt að fara aftur í skóla, veit nú ekki alveg hvort það geti talist normalt ;D en já annika er líka á leiðinni í sálfræðina þannig að við stöllur verðum ansi góðar í vísindaferðunum... hmmm... ;) hehehhe!

-Haldið ekki bara að hún Auður hérna hafi dreymt draum í nótt... það telst eiginlega alltaf til tíiðinda þegar mig dreymir eitthvað því það gerist frekar sjaldan... allavega var þetta alveg STÓRfurðulegur draumur! hlýt að hafa sofið alveg fáranlega fast! alllavega, back to the dream.... ég var semsagt að taka þátt í djúpu lauginni og þetta var eitthvað svo asnalegt því ég sá hverjir strákarnir voru, engin tjöld eða neitt, og það sem var ennþá asnalegra var að þettu voru engir aðrir en Rúnar, Ómar og Helgi! erum við að tala um BLAST FROM THE PAST eða?!?!?! og allir þessir saman í þokkabót...! svo kom að spurningunum og var ég eitthvað að spurja þá um jafn fáranlega hluti og hvaða tannkrem þeir notuðu og so on... svo þegar ég átti að fara að velja var öskrað í salnum " veldu mig, ekki þá" og þá var það enginn annar en Ottó kallinn... einhvern veginn fann ég á mér hvernig hitt átti eftir að enda, þannig að ég valdi Ottó ... surprise surprise... en já svo allt í einu var ég stödd í einhverju Mall í bandaríkjunum, standandi við afgreiðsluborðið að kaupa mér brjálæðislega skó og var að eitthvað að skamma afgreiðslukonuna fyrir að eiga ekki tösku í stíl... svo vaknaði ég... talandi um wacko draum maður!

-Það er alveg fáranlega notalega tilhugsun að þetta er löng fríhelgi og ekki var það nú verra að ég gat byrjað hana um tvö en ekki fimm eins vanalega... þó ég hafi þurft að stússast fullt var þetta alger draumur... en talandi um helgina, þá var ég eitthvað að heyra að staðirnir lokuðu snemma á morgun útaf hvítasunnunni, er reyndar ekkert búin að tékka neitt frekar á þessu eða neitt en ef þetta er rétt þá verður allavega ekki dansað framá rauða nóttina... :D en það kemur nú allt í ljós...

ciao elskurnar mínar.... :)

p.s. er búin að bæta mh skvísu linknum hjá mér :)