miðvikudagur, apríl 06, 2005

-jæja ég er alveg búin að ná fullri heilsu! ;) fór alveg í vinnu þarna á fimmtudeginum og allt í góðu bara... þannig að heilsan er orðin góð!

-haldiði ekki bara að kella hérna sé búin að splæsa í þessari líka eðaldrossíu?! já ég er semsagt búin að kaupa mér bíl, keypti hann á föstudaginn og er bara súperánægð með kaupin... ég held mig við VW en skellti mér á polo núna... reyndar frekar lítil vél, allavega miðað við það sem ég er vön en aftur á móti er hann æðislega sparneytinn! kagginn er árgerð 97 og keyrður 115 þús... ljósblár og nettur og fínn! held að ég hafi bara gert kjarakaup ;) heheh!

-annars er það bara same old same old sko... reyndar er ég einhvern veginn frjálsari núna þegar ég er komin á minn eigin bíl og get farið mínar leiðir hvenar sem er, semsagt bara þegar mig langar, enda búin að standa mig vel í því síðan ég keypti hann! mjög mikill lúxus :)