miðvikudagur, nóvember 23, 2005

Ji hvað mig er farið að hlakka til að komast í stípur á morgun, ég get varla beðið! heheh! ákvað að breyta aðeins til og prófa að fara á Space í Kópavoginum... nú er bara eins gott að þeir standi sig! ;) En það væri nú alveg óskandi að þetta væri ekki svona dýrt því þá myndi maður nú líklega gera þetta aðeins oftar, en svona er þetta nú í dag, það kostar allt sitt! en talandi um hátt verðlag þá er ég nú bara fegin að bensínið sé aftur komið niður í rúmar 104 kr., man þegar ég borgaði rúmar 115 krónur á líterinn og það var nú bara alls ekki fyrir svo löngu... og nú er bara vonandi að það lækki ennþá meira :P
Naumast hvað maður er alltaf bjartsýnn!! heheh ;)

Herra Ísland fer fram annað kvöld á Broadway og munu þá bráðhuggulegir peyjar keppast um titilinn sem margann manninn dreymir um! ;) allavega þá hef ég alveg myndað mér skoðanir um hverjir ég held að komist í topp 5 og nú er bara að bíða og sjá hvort mínir spáhæfileikar eigi sér einhverja framtíð eða bara ekki :D Allavega giskaði ég á þennan sem vann í fyrra að hann myndi sigra og viti menn! Fór einmitt í fyrra á keppnina á Broadway og var ekkert smá gaman að upplifa þetta svona beint, en ekki bara horfa á þetta sjónvarpinu! Hélt náttla mest með honum Láka mínum og studdi hann heilshugar í keppninni en honum hlotnaðist því miður ekki titillinn í þetta skiptið... tekur hann bara seinna! :) en já þetta verður ábyggilega spennandi keppni enda hálf naktir karlmenn og það er sko alveg þess virði að horfa á! ;)
Veit samt ekki alveg hvort ég sé nógu sátt með að dæmt verði í svona keppnum í gengum símakosningu því þá hlýtur þetta í raun að verða eins konar vinsældakeppni í staðinn fyrir keppni um fegurð, og það gæti orðið svolítið ósanngjarnt fyrir mann sem er fjallmyndalegur og hefur allan pakkann, en hefur svo ekki jafn marga bakvið sig og aðrir keppendur sem eiga böns af kunningjum sem eru síhringjandi og gefandi sín atkvæði.
En allavega... það kemur í ljós annað kvöld hvernig þetta reynist :)

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Þá er þessi helgi búin og næst síðasta kennsluvikan að fara að líta dagsins ljós! Ég kíkti í smá búðarstúss í gær, ok kannksi ekki alveg "smá" þar sem það dróst í hátt fimm tíma en anyways, þetta er nú ég... :P en allavega, þá var líka kíkt á þrjá markaði sem voru reyndar ekkert spes... einn af þeim minnti mann einna helst á sjabbí bás í kolaportinu! þar var hægt að finna gamalt skran, glingur sem var farið að falla verulega á, ábyggilega notuð barnaleikföng (semsagt ekki í pakkningum), hræðilega ljóta skó, gamlar amatör klámmyndir og svo mætti lengi telja... og viti menn... ekkert kostaði meira en 300 kall! fyndið samt að fara á svona markaði! :D
Svo var bara farið heim að læra smá og svo skelltum við Ottó okkur reyndar aðeins í Smáralindina. Ætlunin var reyndar að kíkja í vínsýninguna sem var í vetragarði en þar sem klukkan var orðin það margt þá tók það því varla. Þetta er einmitt sama vínsýningin og við fórum á í fyrra en þá var hún haldin á Nordica hótel og fengum við vínglös að gjöf og alles! allt voða fínt :)
Um kvöldið var kíkt í bíó með Bigga og Írisi og kíktum við á Two for the money sem var alveg nokkuð fín bara. Reyndar smávegis öðruvísi en ég bjóst við en slapp samt vel, enda ekki annað hægt þegar ofurkroppurinn Matthew McConaughey er í aðalhlutverki! ;) heheh! eftir myndina tókum við Ottó bara einn laugarveg enda loksins búið að opna hann á ný, en svo var bara farið heim að kúra. :)

Við sváfum til eitthvað um 11 í morgun og naut ég þess endalaust í botn enda verður lítið um það að geta sofið út á komandi vikum. Sunnudagar fara yfirleitt alltaf í eitthvað voðalega rólegt og dagurinn í dag er engin undantekning á því :) fór aðeins í ljós áðan og er núna eins og tómatur í framan en það er bara gaman að því!
Svo er það saumó í kvöld... stuð og fjör! og vona ég að sem flestir komist! :)