fimmtudagur, nóvember 30, 2006

mér finnst alveg klikkað fyndið hvað beverly hills er klikkað vinsælt hérna út í danmörkinni... það er núna nýbyrjað að sýna það aftur alveg frá byrjun og er þetta í áttunda skiptið sem þetta er endursýnt alveg frá byrjun !! lokaþátturinn var á miðvikudegi og á föstudegi byrjuðu þeir að sýna þetta aftur alveg frá upphafi afþví að áhorfið á þessum þáttum er víst met ! sá náttúrlega alla þessa þætti í den en það kemur fyrir að maður detti inní þetta núna á daginn þegar maður hefur akúrat ekkert að gera... gaman að sjá hvað allir eru smart þarna og svona ;)



annars hef ég mikið verið að velta þessu námi fyrir mér og spá hvort ég ætti að hætta í þessu eða hvað... það var smá meeting í gær hjá kennaranum og hópnum mínum (erum þrjú) þar sem við ræddum þetta þar sem að ég er ekki ein um að vera búin að hugsa um þetta... kennarinn náði aðeins að láta okkur íhuga þetta betur og gefa þessu séns en sagði jafnframt að þetta væri ekki óeðlilegt að við værum að hugsa um þetta þar sem að þetta væri voða algeng hugsun hjá fólki á fyrstu önn í þessu... þannig að ég hugsa að ég sjái aðeins til með þetta framyfir jól og svona...

lenti annars í fyndnu atviki í gær, var nefnilega spurð í gær hvort að ég væri gift! haha! ég kom alveg að fjöllum og svaraði stelpunni bara eins og er og sagði nei en spurði líka afhverju hún héldi það... og þá sagði hún að einn strákur í bekknum hefði séð svo flotta mynd af mér og einhverjum strák og ég var í hvítu og hann er þá búinn að spyrja flesta í bekknum um þetta og er þetta víst búið að vera aðalumræðuefnið í bekknum síðustu tvær vikurnar!! það sem þessir danir velta ekki fyrir sér...!! langar samt að sjá þessa mynd sko... sagði við hana að þetta væri ábyggilega ekki ég á þessari mynd en hún var alveg 100% viss um það! fannst þetta frekar fyndið að þetta lið væri virkilega búin að velta þessu svona mikið fyrir sér útaf einni mynd ;)

anyways...

...ciao í bili...

þriðjudagur, nóvember 28, 2006

próf fyrir þá sem nenna... fyrir þá sem finnst gaman að prófum... ;)

prófið

...

sunnudagur, nóvember 26, 2006

hehehe... verð bara að setja þetta hérna inná...

mér finnst alveg rosalega þægilegt þegar einhver er að róta í hárinu mínu og ottó veit allt um það og hann var eitthvað að róta í því, reyna að búa til fléttu og fleira... heheh... en allavega... eftir ekki meira en tvær mínútur var bara komið þvílíkt hair-do! greinilega meðfæddur hæfileiki... hann var svo stoltur af árangrinum að þetta var auðvitað fest á filmu ;)







haha mér fannst þetta alveg magnað... sérstaklega þar sem hann notaði ekki neitt eins og spennur, teygjur eða neitt svoleiðis og þetta sat alveg fast !! alveg magnað...

spurning hvort hann hefði ekki bara átt að fara út í hárgreiðslugeirann í staðinn fyrir viðskiptafræðina...?! ;)