-Það er opið hús í leikskólanum mínum á laugardaginn þannig að í gær vorum við eitthvað frameftir að hengja upp og gera fínt fyrir daginn, ekkert smá flott sum verkin sem krakkarnir hafa verið að gera, þó þau séu nú bara um tveggja ára aldurinn! :D ég get svo svarið fyrir það að mörg þessara verka eru miklu flottari en mörg verk eftir fræga kalla! endilega komið og kíkið, þetta verður á milli 11 og eitt... en ástæðan fyrir því að við urðum að hengja þetta upp í gær er sú að á föstudaginn eru að koma 30 svíar í heimsókn og þetta þurfti að vera tilbúið fyrir þá og eitthvað svoleiðis dútl.... en þetta var fínt, þá er þetta bara tilbúið og svo var bara pantaður matur, allir voða happy og allt voða næs :)
-Svo fer nú að styttast í eurovision og auðvitað öll partýin sem fylgja því á hverju ári... nú eru bara svo margir sem ætla að hafa það verður tricky að velja hvert maður fer... en það kemur nú allt í ljós þegar nær dregur....
-Edda systir átti afmæli í gær og óska ég henni til hamingju með það... til lukku mússímúss! :*