Glæpagangan með íslenskuáfangunum hefði nú alveg getað verið verri en hún var. Vorum bara eitthvað að labba á milli staða niðrí bæ í kuldanum og var það nokkuð fyndið þegar forvitnar sálir löbbuðu framhjá og fóru að hlusta með. Þetta var ekkert ýkja spennandi neitt en maður lifði nú alveg af :)
Fór enn og aftur til tannsa í morgun. Hún virðist ekki finna hvað er að angra tönnina mína og eftir að hafa farið 4 sinnum til hennar útaf einni tönn er ég alveg búin að fá minn skammt af tannlækningum.Vona bara að núna haldist tönnin góð.
Planið fyrir daginn í dag er að kíkja kannksi smá í skólann og svo tekur bara bakstur og tiltekt við. Þar sem ég verð nú með tvær veislur á morgun verður maður nú að leggja sig alla fram við heimilisstörfin ! ;) heheh...
En já kaffiboðið verður semsagt á morgun hérna heima og svo er bara skundað úr þeirri veislu niðrí bæ þar sem veisla #2 og ALLSHERJAR DJAMM tekur við ! :P
Á sunnudaginn get ég semsagt slappað aðeins af og legið í leti, sem er alveg kósy á sjálfan afmælisdaginn :)
föstudagur, október 29, 2004
fimmtudagur, október 28, 2004
Ég bara VARÐ að setja þessar myndir inn ! er að þróa mína GÍFURLEGA tæknikunnáttu og náði mér í eitthvað svona sniðugt myndaforrit og varð auðvitað að testa það :D heheh... þýðir ekkert að kunna lítið sem ekkert á tölvur, bara gjöra svo vel að læra almennilega á nútímatæknina ! ;) þetta kemur allt með kalda vatninu ekki satt ?
Svo áðan var ég að versla í rólegheitunum og það er svona eldri kona að kynna nýjar vörur og ég náttúrlega varð að prufa þær þannig að ég bara labba uppað borðinu og þá fer hún eitthvað að bjóða góðan daginn og var að segja hvað hún væri að kynna og svo í miðri setningu kemur frá henni :" mikið afskaplega ertu með falleg augu! ég á ekki til aukatekið orð !" ég vissi ekkert hvað ég átti að segja enda átti ég síst von á þessu og sagði bara uuu takk og þá allt í einu hrökk hún einhvern veginn við og baðst innilegarar afsökunar en að þetta bara kom óvart ! ég bara jahá og sagði bara takk fyrir mig og fór, þó ég hafi aldrei fengið að vita almennilega hvað þetta var sem ég var að smakka... gaman að þessu lífi ! :D
Núna í kvöld er það svo GLÆPAGANGA takk fyrir... á vegum skólans þannig að við þurfum að mæta enda sleppum við við tvöfaldann kennslutíma í staðinn, sem er alveg ljúft sko ;)
Svo áðan var ég að versla í rólegheitunum og það er svona eldri kona að kynna nýjar vörur og ég náttúrlega varð að prufa þær þannig að ég bara labba uppað borðinu og þá fer hún eitthvað að bjóða góðan daginn og var að segja hvað hún væri að kynna og svo í miðri setningu kemur frá henni :" mikið afskaplega ertu með falleg augu! ég á ekki til aukatekið orð !" ég vissi ekkert hvað ég átti að segja enda átti ég síst von á þessu og sagði bara uuu takk og þá allt í einu hrökk hún einhvern veginn við og baðst innilegarar afsökunar en að þetta bara kom óvart ! ég bara jahá og sagði bara takk fyrir mig og fór, þó ég hafi aldrei fengið að vita almennilega hvað þetta var sem ég var að smakka... gaman að þessu lífi ! :D
Núna í kvöld er það svo GLÆPAGANGA takk fyrir... á vegum skólans þannig að við þurfum að mæta enda sleppum við við tvöfaldann kennslutíma í staðinn, sem er alveg ljúft sko ;)
mánudagur, október 25, 2004
Enn ein skólavikan að hefjast og ekki eru nema 5 vikur eftir af skólanum...alveg ótrúlega fljótt að líða... svo er það bara útskrift ! :) ég er strax byrjuð að leita mér að vinnu eftir áramót enda ekki seinna vænna þar sem ég er picky á störf... en maður verður auðvitað bara að taka það sem manni býðst og reynir maður þá bara að gera það besta úr því ;)
allavega í dag er ég að fara að taka strong próf sem er svona áhugasviðspróf og útkoman úr því á að segja mér hvaða starfsgreinar henta mér í framtíðinni... en það kemur sér vel þar sem ég er eiginlega hætt við að fara í íþróttakennarann þó það heilli mig mest :( en við sjáum bara til... það eru líka góðir íþróttaskólar erlendis, og svo á víst að fara að reisa nýjann hér á landi... þannig að það er bara að bíða og sjá :)
allavega í dag er ég að fara að taka strong próf sem er svona áhugasviðspróf og útkoman úr því á að segja mér hvaða starfsgreinar henta mér í framtíðinni... en það kemur sér vel þar sem ég er eiginlega hætt við að fara í íþróttakennarann þó það heilli mig mest :( en við sjáum bara til... það eru líka góðir íþróttaskólar erlendis, og svo á víst að fara að reisa nýjann hér á landi... þannig að það er bara að bíða og sjá :)
sunnudagur, október 24, 2004
Þessarar helgar verður lengi minnst sem helgin sem var með eindæmum róleg... í gær var það bara kaffihús og bíó... við ottó fórum og hittum bigga og írisi á ara í ögra og vorum við bara þar í rólegheitunum þangað til klukkan sló tíu og skunduðum við þá í háskólabíó og sáum við eina lengstu heimildarmynd sem hefur ábyggilega verið framleidd... enda vorum við öll hálfpartinn að sofna yfir henni... svo var bara farið heim og sofa takk fyrir... rólegt og rómantískt... ble ble... heheh segi svona :D
það er vika, uppá dag, í að ég verði tvítug og miðað við hve allir tóku því rólega þessa helgi, á ég von á að allir verði kolcrazy in da partey en það er í BESTA lagi ! :P
það er vika, uppá dag, í að ég verði tvítug og miðað við hve allir tóku því rólega þessa helgi, á ég von á að allir verði kolcrazy in da partey en það er í BESTA lagi ! :P