þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Þá er ég hætt að vinna á leikskólanum og var alveg afskaplega erfitt að hætta en maður er nú eftir að kíkja í heimsókn svona annars slagið :) annað bara ekki hægt! en já ég hætti á föstudaginn og er bara búin að vera í fríi í dag og í gær eins og Ottó. Á morgun er ég eiginlega líka í fríi en það er samt nýnema kynning í háskólanum um þrjú og ætli maður kíki ekki þangað :) svo byrjar skólinn bara á fimmtudag og er það mjög spennandi sko.

Það var kíkt í bæinn á um helgina eins og vanalega bara og var það bara heví gaman. Hitti einmitt gamlan vin sem verður bara yndislegri með hverju árinu. Ég er að segja ykkur að hann er sko eftir að vinna Herra Ísland einn daginn, einn með allann pakkann sko!!! Talandi fulkominn strák ;)
Annars er maður örugglega eftir að fækka bæjarferðunum smá núna þegar skólinn byrjar, þýðir ekkert annað en að stunda námið sitt samviskusamlega :D og svo er maður líka að fara út um jólin þannig að maður þarf líka að spara.

En já, ég er semsagt að fara út um jólin, eða reyndar ekki um jólin, við Ottó förum 27. des og komum svo aftur 10. jan. Það verður frábært að komast smá út og ennþá meiri plús að það sé til Kanarí! strax komin spenna í mannskapinn en maður verður víst bara að bíða rólega :D

jæja... er að hugsa um að drífa mig í að klára tiltektina hérna...
sjáumst honeybuns! ;)