föstudagur, ágúst 27, 2004

Hvað er málið með að fara útúr bænum þessa helgi ?? Annika og Karó skelltu sér á Hólmavík og Dóra fór á Laugarvatn til kallsins ... ég er samt alveg á leiðinni á djammið og við Vala ætlum að mála bæinn rauðann á morgun... svo var Láki líka eitthvað að spá með morgundaginn... og svo voru sumir aðrir að spurja mig um kvöldið í kvöld... hvernig helgin endar hjá mér, er greinilega ekki fyrirsjáanlegt ... ;)
Þvílik og önnur eins vitleysa sem mann dreymir stundum !!! :D í nótt gifti ég mig takk fyrir... brúðgumann þekkti ég þó og það er einhver sem ég átti alveg minn tíma með... allavega snúum okkur aftur að draumnum, hringarnir voru keyptir í japan og sér ferð farin til að kaupa þá... í brúðkaupið sjálft neitaði mamma svo að koma og pabbi tók að sér aukavakt á sjónum til að sleppa... pabbi brúðgumans mætti ekki þar sem hann var búinn að segja mér að ég væri að gera vitleysu og einu gestirnir sem komu var mamma brúðgumans sem er þó plús þar sem hún er ekkert smá indæl og litlu tvíburafrændsystkinin hans sem ég hef samt aldrei hitt in real life og svo kom Dóra líka :)... allir aðrir vinir mínir komu heldur ekki... svo allt í einu meðan presturinn var að gefa okkur saman kom mamma askvaðandi inn með brauð í poka og vildi fá að vita hvar væri ruslafata... engin slík var þarna inni þannig að hún snéri við og strunsaði út aftur... svo var ég allt í einu komin inní einhverja skóbúð og vá... þvílík steypa ! enda svaf ég svo fast að ég vaknaði með hausverk... ekki sniðugt...

mánudagur, ágúst 23, 2004

Þá er fyrsti skóladagurinn á síðustu önninni minni búinn og var hann afar lengi að líða... málið var líka það, að á mánudögum á ég ekki að byrja fyrr en 11 en þar sem ég þurfti að fá nýja töflu átti ég að mæta 8:10 í dag og skólasetningin var búin um 9 og þá var ég bara í gati til 11... svo hringdi inn í þann tíma og við Annika og Gróa röltum af stað en viti menn... var ekki bara kennarinn veikur ! fyrsta skóladaginn... :D þannig að fyrsti tíminn minn byrjaði tuttugu mínútur í eitt... svo erum við stelpurnar allar í gati eftir þann tíma, eða þar til útskriftaráfanginn byrjar þannig að við bara skelltum okkur í búðarráp á laugarveginn !! ;) gaman að því... skellti mér svo í baðhúsið eftir skólann sem var búinn seint og síðar meir og komst að því að kortið mitt rennur út eftir 4 daga takk fyrir... þannig að maður þarf að endurnýja það sem fyrst !
Til að víkja aðeins aftur að skólamálum þá er komið á hreint að útskriftin verður 21. des klukkan fjögur.... það er þriðjudagur by the way... en það verður bara að hafa það, fólk verður bara að taka sér frí, það er að segja þeir sem ekki verða komnir þá þegar í jólafrí, enda skyldumæting til mín þennan dag !! ;) heheh !

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Þessi helgi ,sem var að líða, var miklu skrautlegri en ég átti von á en er það bara í besta lagi... enda um að gera að taka vel á því áður en skólinn fer á fullt... Fórum í partý í grafarvogi á föstudaginn og þar ætlaði ég ekkert að drekka en nei, endaði auðvitað frekar hress á því... ekki hægt að neita að það var fjör þarna enda margir vel í glasi... :) úff svo þegar allir voru að fara ákvað ég að bíða eftir Rúnari bara við bensínstöðina sem er nú kannksi ekki beint viturlegt á föstudagsnótt enda komu fullt af bílum þarna flautandi framhjá og ég var orðin nokkuð smeyk sko... enda var ég nú ekki í besta ástandinu sem hægt var að vera í... en þurfti nú ekki að bíða lengi eftir honum þannig ég var alveg safe... Fórum svo á Menningarnótt og gær og var tekið vel á því, betur en á föstudeginum ótrúlegt en satt ! byrjuðum reyndar kvöldið hjá Anniku sem var með smá teiti og svo lá leiðin niðrí bæ þar sem flugeldar tóku vel á móti okkur ! Ekki er hægt að neita því að bærinn var stútfullur þegar við komum en svo fór heldur betur að grisjast þegar á leið á nóttina.... En þetta var stemmari !!
svo er bara skóli á morgun... langt síðan maður hefur sagt þetta... :D