fimmtudagur, júlí 22, 2004

Ég vaknaði eldspræk klukkan átta í morgun við þessa gífurlegu sól líka... þannig að ég nennti nú ekki að sofa lengur og skellti mér í baðhúsið og púlaði þar að venju... svo var veðrið svo ótrúlega gott þegar ég var búin þar, að ég plataði Stellu og Sigrúnu með mér í sund og vá ... margir greinilega í leit að brúnku því að laugin var pökkuð ! svo lenti ég í smá óhappi því á bikininu mínu eru svona perlur á hliðinni sem halda buxunum saman og viti menn... þurfa perlurnar ekki að losna takk fyrir... en ég náði nú að binda bara böndin saman og toldi það ótrúlega vel saman :) maður verður nú að redda sér !
svo er ég bara að fara að skella mér í vinnu og ætla svo að kíkja í Kringluna í kvöld eftir vinnu og gá hvort ég geti ekki eytt einhverjum pening :P heheh segi bara svona !
8 dagar....

miðvikudagur, júlí 21, 2004

Djöfull getur fólk nú verið klikkað ! Veskið mitt var tekið uppúr töskunni minni í vinnunni í dag og var ekkert smá mikið að drasli í því sem mér þótti rosalega vænt um... ekki nóg með að í því var ökuskirteini, öll skilríkin og kortin (þar á meðal ljósakort og slíkt), 10000 kall sem ég var nýbúin að taka út ( er eiginlega aldrei með pening í lausu ), heldur voru líka HELLINGUR af myndum og persónulegum miðum og drasli og það er eiginlega það sem mér þykir verst að missa... Við fórum niðrá lögreglustöð og löggan þar sagði okkur að koma aftur í fyrramálið til að gefa skýrslu sem við gerðum svo eldsnemma í morgun...Gaurinn sem tók skýrsluna var "detective inspector" ! enginn smá titill það ;) Fór svo og fékk bráðabirgðaökuskirteini og sótti um nýtt kort í bankanum... þannig að þetta púslast hægt og rólega saman, þó að ég fái náttúrlega allt annað aldrei aftur :(   BÖMMER !!
9 dagar...

þriðjudagur, júlí 20, 2004

Ég á semsagt eitt verkefni eftir í sálfræðinni í sumarskólanum sem er lokaverkefnið fyrir prófið á ágúst, og á ég að skila því 30 júlí sem er föstudaginn eftir viku...  ;P en já allt í góðu með það, en þetta er tilraunaverkefni þar sem ég á að tala við 2-3 krakka 4,5 eða 6 ára og ég var að fatta að ég veit ekki um neinn sem á börn eða systkin á þessum aldri ... hvað gera bændur þá ? endilega ef þið vitið um tvo gríslinga á þessum aldri endilega talið við mig... þið yrðuð alveg lifesavers !! :)

mánudagur, júlí 19, 2004

Helgin var afskaplega mátuleg fannst mér og ég skemmti mér mjög vel ...  Var að vinna á laugardaginn eins og vanalega og svo skellti ég mér til Dóru um kvöldið og kíktum við svo á djammið þegar Karó og Annika bættust í hópinn.... þetta er orðin svona nokkurs konar rútína hjá okkur á laugardögum því svona hafa allir laugardagar sumarsins litið út...En núna á ég bara eftir að vinna einn laugardag sem er núna næstu helgi en minn síðasti dagur í vinnunni er á þriðjudaginn eftir viku... allavega eins og planið lítur út núna !
Núna er mánudagur eins og glöggir menn hafa tekið eftir og núna getur maður farið að segja að maður sé að fara á þjóðhátíð í NÆSTU viku !! ;) ekki amalegt það...
11 dagar...