laugardagur, apríl 14, 2007
þriðjudagur, apríl 10, 2007
Páskafríið var rosalega fínt. Laugardaginn fyrir viku lentu Dóra og co og fórum við Ottó að taka á móti þeim út á flugvöll... þar sem þau voru alveg 7 þurftu þau að panta svona nokkurs konar minirútu og var þetta frekar spaugilegur bíll, héldum að hann myndi detta í sundur á no time þar sem um leið og við settumst upp í hann þá datt einhver huge bútur innan á úr annari hliðinni af! hehe... en bílinn meikaði það! en já, svo kíktum við aðeins með þeim á strikið og fengum far heim. Svo héldu Jóna, Einar og rest áfram til Kolding þar sem þau ætluðu að vera og Dóra og Gísli urðu eftir hjá okkur. Tíminn með þeim leið ansi hratt og voru þau farin áður en maður vissi af :/ en við höfðum það rosalega skemmtilegt og náðu þau að versla og svona...
Þau fóru svo á þriðjudeginum þar sem þau voru að fara áfram til Kolding að hitta frænku Dóru og svona. Sama dag kom svo Vala svala frá sverige og byrjaði suddalega skemmtilegur tími með henni. hehe... aftur var farið í búðir, svo fórum við í svona túristabátsferð, á kaffihús, útað borða, á eitthvað experimentum safn sem var ekkert smá lame ( tók í mesta lagi 20 min að labba þarna í gegn og ekki peninganna virði!) en Ottó fékk að fara í rafmagnsstólinn þannig að hann var aðeins sáttari. ;) Svo vorum við bara eitthvað að dúlla okkur restina af tímanum og var þetta í heild heví næs páskafrí, en ég er aftur á móti EKKERT búin að læra... :S ehemm... en það er seinni tíma vandamál!
haha svona fannst ottó gaman í rafmagnsstólnum!
svo voru auðvitað borðuð páskaegg og gúmmulaði á páskadag en við eigum samt alveg altof mikið súkkulaði eftir! sko, við opnuðum 2 egg, eitt nóa og eitt kólus og eigum þarmeð 4 stór heil egg eftir og fullt af súkkulaði í skál! hehe... en verð nú bara að segja að okkur báðum fannst kólus bera af, það er bara miklu betra og með miklu betra innihaldi eins og þrist, kúlusúkk og öðru GÓÐU nammi... ég hef alltaf fengið nóa frá mömmu og pabba og mér er farið að finnast það minna og minna spes, innihaldið einhvern veginn finnst mér eiginlega EKKERT spennandi og æjh, er bara ekki að fíla það eins mikið og fyrir nokkrum árum! en hey, maybe it's just me ;)
en úr páskaeggja vangaveltum í annað... það styttist heldur betur í að ég eignist aftur lítinn frænda, litli bumbukúturinn hjá Magga og Laufey fer aaalveg að koma í heiminn! hlakka ýkt til að sjá hann :) fyndið hvað þetta er mikið barnaár....
jess jess... en ég ætla að fara að koma mér í lærdóm, enda ekki seinna vænna...