föstudagur, apríl 09, 2004

Tónleikarnir voru ekki alveg að gera sig sko, en voru engu að síður alveg þokkalegir þrátt fyrir að vera þónokkuð stuttir og meðalaldurinn þarna um 12, það leyndust þó einstaka gamlingjar eins og við Dóra inná milli ....
Matarboð og læti í kvöld en herbergið mitt er nú farið að líta skikkanlega út þannig að þetta fer allt að verða klappað og klárt ... enda ekki seinna vænna....
ég get svarið fyrir það að ég er alveg að tapa mér sko.... er búin að vera latari en hið versta letidýr í tengslum við lærdóminn en þess má geta að ég hef ekki opnað bók enn sem komið er... sem er frekar slæmt.... en nei... ég er búin að nota páskafríið í stanslaust djamm og tjútt og það virðist ekki vera að ég sé að fá nóg af því... eitthvað finst mér flest vera búið að vera á móti mér undarfarið og þá er ekkert betra en að draga skemmtilegt fólk með sér út og slá bara öllu uppí kæruleysi !!! veit ekki hvað er að gerast með mig en eitthvað gæti það tengst einu, sem verður að koma betur í ljós með tímanum ! jæja... það þýðir víst ekkert slugs.... ciao babes !

fimmtudagur, apríl 08, 2004

það er ekkert öðruvísi en það að pabbi þurfti að SAGA stigann í sundur til að koma rúminu mínu upp, og þá meina ég að saga í bókstaflegri merkingu !! og mútta var nú ALLT annað en ánægð með það sko og var eins og hinn versti fræsiköttur á meðan þessum framkvæmdum stóð... :D en já rúmið mitt er semsagt komið upp og vá !! þetta var eins og að sofa á bleiku risastóru hnoðraskýi !!
svo stakk ég bara af og skellti mér á tjúttið ! skelltum við Dóra, Annika og Karó okkur á Kapital þar sem við vorum ekki alveg að fitta inní þessa rapp menningu, á háum skóm og læti !! :D hittum svo Hjalla og Beggu og Láka og Skafta á Gauknum þar sem við tókum einn game of pool og heilsuðum uppá Dúdda sem var alveg hress þarna á barnum !! þaðan lá leiðin á Nelly's en þar sem þar var lítil sem engin stemning fórum við á Sólon þar sem alltaf má nú treysta á að sé fjör !! þarna yfirgáfu stelpurnar pleisið og eftir var ég með Láka og Skafta sem var alveg stuð !! ;) þarna inni var samt alveg sumt fólk sem var ekki alveg að meikaða, enda fólk mismerkilegt ! en já svo eftir DÁGÓÐAN tíma þarna á dansgólfinu, kíktum við aðeins á Felix og enduðum svo á Vegamótum og ákváðum bara að þetta væri alveg orðið gott ... að fara með Láka og Skafta á djammið þýðir að maður þarf að vera tilbúin að heilsa og tala við aðra hverja manneskju og ég sem hélt að ég þekkti slatta af fólki þá jafnast það ENGAN vegin við þetta ! úff ! :D
svo eru það bara sugarbabes í kvöld og þar verður gelgjan í manni endurlífguð og ekkert nema gaman að því !! ;) maður verður nú að hafa gaman að þessu !

miðvikudagur, apríl 07, 2004

vó... talandi um að vera búin að rústa herberginu sínu sko :S rúmið kom í dag og ákvað ég að breyta bara öllu áður en það yrði sett í herbergið og já...núna er allt á rúi og stúi !! :D er nú ekki alveg búin að sjá hvernig við munum koma því upp sko, en upp skal það fara þannig að það hlýtur að vera hægt að redda því einhvern veginn... ;)
pælingin er samt að kíkja eitthvað út í kvöld eins og undanfarin kvöld og reyna að tjútta eitthvað.....

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Þá er Edda á leiðinni til Kanarí takk fyrir !! ég er ekkert abbó sko... :D right ! ;)
en já.... það er ekkert öðruvísi en það að ég keypti mér nýtt rúm í dag.... stærra en mitt gamla og er það bara draumurinn sko ! það er ekkert smáræði hvað svona rúm geta kostað, en það er nú ekki eins og maður sé að kaupa sér nýtt rúm á hverjum degi þannig að þetta er alveg ágætis fjárfesting finnst mér :D svo er ég að pælí að breyta öllu inní herberginu og planið var líka að fara að mála en það verður aðeins að bíða betri tíma... hef varla tíma í að mála allt herbergið mitt núna sko, þó að ég væri nú alveg meira en til í það, en hugsa að ég bíði með það í nokkrar vikur... !