fimmtudagur, nóvember 11, 2004

Díses... bara strax farið að líða að helgi á ný.... ekki það að ég sé að kvarta samt :D heheh ! alltaf gaman um helgar hjá manni... svona eins og til dæmis síðustu helgi þar sem ég og Vala skelltum okkur í reunionið og var það bara nokkuð gaman sko þó svo að maður mundi ekki eftir alveg öllum, sem er frekar skrýtið þar sem ég er frekar mannglögg... en það getur nú líka verið boozeinu að kenna... ! :) maður var orðinn vel skrautlegur þegar líða tók á kvöldið enda byrjuðum við Vala snemma í því og var ég orðin býsna hress í partýinu hjá Gulla seinna um kvöldið en það var einmitt mjög mikið stuð í því partí... mikið var um að fleiri væru að skemmta sér í Breiðholti og svo voru það auðvitað sumar sem héldu sig við bæjarlífið.... hmmm... hverjar ætli það hafi verið ? ;) held að það sé kominn tíma á smá pásu frá drykkju enda VEL tekið á því síðustu helgi... :)
svo er víst þannig mál með vexti ef ég ætla mér að ná að útskrifast, verð ég að vera hörkudugleg núna síðustu vikurnar og planið er að vera það, þannig það er bara harkan sex núna sko ! fór einmitt í húfumælingu á þriðjudaginn og þá fór maður að hugsa um að þetta fer alveg að skella á... maður þarf að fara að finna sér föt, panta myndatöku, undirbúa veislu og þess háttar... ekki seinna vænna enda verður þetta fljótt að líða ! :)