jæja þá er það komið á hreint... árshátíðin okkar verður flutt yfir í Egilshöll þannig að allur elegance er horfinn á braut! það hljómar alltaf eitthvað svo fágað að segjast vera að fara á árshátíð á broadway... :D kannski bara snobby me! en já málið var allavega það að aðsóknin á þessa árshátíð var svo mikil að um 700 starfsmenn L.R. fengu ekki miða og sköpuðust náttúrlega heilmikil læti kringum það... en það er semsagt búið að redda málunum með því að færa hana, en auðvitað átti bara að taka egilshöll strax en ekki broadway enda gríðarlegur fjöldi sem hér er verið að tala um! klikkað fúlt samt, því okkar leikskólastjóri beið í eitthvað um 4 tíma í röð til að fá sem best sæti á broadway og núna skiptir sú sætaskipan auðvitað engu máli! :D en c'est la vie... allavega gott að allir komast og allir séu kátir!
svo eru það strípur á fyrramálið og ég hugsa svei mér þá að ég láti klippa hárið mitt líka... langar að breyta eitthvað gífurlega til en samt tími ég því einhvern veginn ekki því ég er búin að vera að safna svo lengi og fýla betur að hafa sítt hár... reyndar mjöööög langt síðan ég var stutt hár þannig að ég get kannksi ekkert verið að tjá mig réttlætinlega um það :D hvað ég geri kemur allavega í ljós á morgun...
eins og ég var búin að minnast á áður er svo partí hjá skafta annað kvöld, kallinn eitthvað að halda upp á öll árin sín með dúndurpartí! en já talandi um skafta þá erum við náttúrlega á fullu í dansinum og verð ég að segja að þetta er alveg óóótrúlega skemmtilegt! við náttúrlega með öll sporin á kristaltæru (hmmm... eða ekki! :D) og erum jafnvel að hugsa um að taka nokkur move á morgun! heheh! nei svo án djóks þá eru þessir tímar alveg frábærir og þó þetta sé kannksi ekkert endilega 100% hjá manni, þá er þetta bara svo skemmtilegt að maður er ekkert að pæla það mikið í því enda fyrir mestu að hafa gaman að! :)
svo er víst líka eitthvað verið að tala um ball á gauknum... í svörtum fötum að spila... gæti nú verið gaman að kíkja og endurupplifa "gauksstemmninguna" enda vorum við annika, karó og dóra mjöööög tíðir gestir þar í den! :D
svo er jú líka þessi háskólakynning í borgarleikhúsinu á morgun og gæti alveg verið vit í að kíkja aðeins á hana og kynna sér hvað er í boði þar... ottó væntanlega að deyja úr þynnku þannig að það er einmitt tilvalið að draga hann með mér á þetta... hann þarf ekkert að gera annað en að labba um og kinka kolli á meðan ég reyni að finna eitthvað nám sem gæti hentað mér... súúúper stuð hjá honum ;)
svo er eitt sem ég ekki fatta... ég er búin að fara í óeðlilega marga ljósatíma núna síðasta mánuðinn en það er eiginlega alveg sama hvað ég fer í marga tíma þá er alltaf eitt svæði sem er alltaf jafn hvítt... ég næ smá lit í andlitið og á maga og niður, en svo hendurnar og bringan eru bara eitthvað ónæm fyrir þessum geislum virðist vera... til dæmis er ég miklu brúnni á fótunum en á handleggjunum... allveg magnað! kannksi bara lélegar perur or some!
föstudagur, mars 04, 2005
fimmtudagur, mars 03, 2005
Nú styttist óðum í helgina og er nóg að gera laugardagskvöldið, partí hjá skafta og svo náttúrlega ball með í svörtum fötum sem er verið að pæla að skella sér á ;) þetta verður kærkomið djamm! annað kvöld er óplanað en ég finn mér án efa eitthvað sniðugt að gera, bjalla bara í liðið og tékka á stemmningunni :) er nú ekki vön að láta mér leiðast. Hey já svo átti skafti afmæli um daginn, orðinn eeeeeldgamall og óska ég honum hér með til hamingju, congrats sykurpúði! :) árshátiðin mín er svo eftir viku og tek ég mér fundarfrí þann daginn þannig að ég er búin í vinnunni um 2 í staðinnn fyrir 5... aaaafar ljúft :) svo eru það strípur og læti núna á laugardaginn... finally!
meira seinna.... ciao
meira seinna.... ciao